Beint á efnisyfirlit síðunnar

Framtíðarhópur SSÍ keppir á Taastrup Open um helgina

03.05.2024

Framtíðarhópur SSÍ tekur þátt um helgina í móti í Taastrup í Danmörku. Hópurinn hélt utan í gær og hefst mótið kl 16:30 á staðartíma í dag og stendur fram á sunnudag. 

Sundfólkið sem tekur þátt í Taastrup Open kemur frá þremur félögum, Breiðablik, SH og ÍRB og eru 15 talsins og með þeim er Bjarney Guðbjörnsdóttir fararstjóri, Jóna Helena Bjarnadóttir þjálfari úr ÍRB og Sveinbjörn Pálmi Karlsson þjálfari í Breiðablik.

Hér að neðan er hægt að sjá hópinn en sundfólkið er á aldrinum 13. - 15.ára. 
1. Ásdís Steindórsdóttir  Breiðablik 200 skr, 400 skr, 800 skr, 1500 skr
2. Auguste Balciunaite  SH 100 bri, 200 bri, 200 fjó (2)
3. Austéja Savickaité  ÍRB 400 fjó (2)
4. Dagmar Arna Sigurðardóttir  SH 400 fjó (3)
5. Elísabet Arnoddsdóttir  ÍRB 200 fjó (4)
6. Freydís Lilja Bergþórsdóttir  ÍRB 200 fjó (3)
7. Gísli Kristján Traustason ÍRB 200 fjór (1), 400 fjó (1)
8. Guðbjörg Helga Hilmarsdóttir  Breiðablik 200 skr
9. Jón Ingvar Eyþórsson  Breiðablik 200 fjó (3)
10. Julian Jarnutowski ÍRB 400 fjó (2)
11. Kristjón Hrafn Kjartansson  SH 1500 skr
12. Margrét Anna Lapas Breiðablik 100 bringa
13. Mikael Fannar Arnarson ÍRB 200 fjó (2)
14. Sólveig Freyja Hákonardóttir Breiðablik 100 skr, 200 skr, 400 skr, 800 skr, 200 fjó (1), 400 fjó (1)
15. Vanja Djurovic Breiðablik 400m fjórsund

Það verður spennandi að fylgjast með þeim um helgina en hægt er að fylgjast með sundfólkinu á heimasíðu mótsins : https://xn--svmmetider-1cb.dk/staevne/?11565

Úrslit eru hér : https://live.swimify.com/competitions/taastrup-open-2024-2024-05-03/events/entries/1/1

Streymi er hér : https://www.youtube.com/watch?v=CnYgbNuqY3k

Til baka