Íslandsmeistaramótið í garpasundi fór fram í Ásvallalaug
04.05.2024
Til baka
Opna Íslandsmeistarmótið í garpasundi, IMOC, fór fram í Ásvallalaug um helgina. Þátttaka var afar góð, en 151 keppandi frá 12 liðum tóku þátt að þessu sinni og voru einstaklingsskráningar 602 og boðsund 63.
Keppendur á öllum aldri kepptu í fjölbreyttum greinum og var gleðin allsráðandi. Íslandsmeistaramótið í garpasundi er stigakeppni milli félaga þar sem efstu sætin í einstaklingsgreinum og boðsundum safna stigum fyrir félögin. Annað árið í röð var það Breiðablik sem sigraði stigakeppni félaganna með nokkrum yfirburðum.
Á mótinu voru alls bætt 67 íslensk garpamet í einstaklingsgreinum og 8 met í boðsundum. Hægt er að skoða lista yfir met sem voru bætt á mótinu hér
Heildarúrslit mótsins má nálgast hér
Lokastigastaðan var eftirfarandi:
1. | Breiðablik | 2.274 |
2. | Sundfélag Hafnarfjarðar | 1.355 |
3. | Havnar Svimjifelag | 333 |
4. | Sundfélag Akraness | 320 |
5. | Sunddeild Skallagríms | 278 |
6. | Sundfélagið Ægir | 157 |
7. | Njarðvík | 46 |
8. | UMF Bolungarvík | 33 |
9. | UMF Tindastóll | 30 |
10. | Sunddeild Fjölnis | 27 |
11. | Sunddeild Stjörnunnar | 14 |
12. | Sunddeild KR | 9 |