Beint á efnisyfirlit síðunnar

Glæsilegur árangur hjá Framtíðarhópi SSÍ á Taastrup Open

06.05.2024

Virkilega flottur árangur hjá sundfólkinu okkar í framtíðarhópi SSÍ um helgina þegar það tryggði sér 13 gull, 8 brons og 8 silfur á Taastrup Open í Danmörku um helgina. Sundfólkið tryggði sér einnig þriðja sætið í stigakeppni mótsins. Mikið var um persónulegar bætingar og einnig bætti sundfólkið mótsmetin í nokkrum greinum. 

Sundfólkið heldur heim á leið í kvöld eftir skemmtilegan dag í Tivolí í Kaupmannahöfn. 

Innilega til hamingju með árangurinn!

 Opinn flokkur:

Gullverðlaun
Sólveig Freyja Hákonardóttir Breiðabliki 200m skriðsund
Freydís Lilja Bergþórsdóttir ÍRB 200m flugsund
4x 100m skriðsund mixed Gísli, Jón, Sólveig og Ásdís.
Silfurverðlaun
Mikael Fannar Arnarson ÍRB 200m bringusund
Ásdís Steindórsdóttir Breiðablik 200m skriðsund
Bronsverðalaun:
Sólveig Freyja Hákonardóttir Breiðabliki 200m bringusund,
Dagmar Arna Sigurðardóttir SH 400m skriðsund, 200m baksund

14. – 15 ára:
Gullverðlaun

Sólveig Freyja Hákonardóttir Breiðabliki 100m skriðsundi, 50m bringusund, 100m bringusund
Mikael Fannar Arnarson ÍRB 50m bringusund, 100m bringusund
Silfurverðlaun
Ásdís Steindórsdóttir Breiðabliki í 100m skriðsundi
Margrét Anna Lapas Breiðabliki í 100m bringusundi.
Elísabet Arnoddsdóttir ÍRB í 50m flugsundi.
Bronsverðlaun
Austéja Savickaité ÍRB í 400m fjórsundi
Gísli Kristján Traustasons ÍRB í 400m fjórsund, 100m baksund
Sólveig Freyja Hákonardóttir Breiðabliki 100m baksund


13. ára og yngri:
Gullverðlaun
Kristjón Hrafn Kjartansson 50m baksund, 100m skriðsund, 100m baksund
Auguste Balciunaite SH 50m bringusund, 100m bringusund
Silfurverðlaun
Auguste Balciunaite SH 200m bringusund
Guðbjörg Helga Hilmarsdóttir Breiðabliki 50m baksund, 100m baksund
Bronsverðlaun
Auguste Balciunaite SH 100m skriðsund
Guðbjörg Helga Hilmarsdóttir Breiðabliki 50m skriðsund


Til baka