Beint á efnisyfirlit síðunnar

EM50 hefst á morgun í Belgrad

16.06.2024

Evrópumeistaramótið í sundi hefst á morgun mánudaginn 17. júní í Belgrad í Serbíu og líkur sunnudaginn 23. júní. Mótið fer að þessu sinni fram í útilaug.

Sundfólkið hélt utan í gær og lætur vel af sér í góðu veðri í Belgrad. Sundsamband Íslands sendir að þessu sinni stóran og mjög vel skipaðan 7 manna hóp og verður það afar spennandi að fylgjast með öllu okkar besta sundfólki spreyta sig á sviðinu á EM50 í næstu viku.  

Sundsambandið á einnig dómara á mótinu en það er Ragnheiður Birna Björnsdóttir úr Sundfélagi Hafnarfjarðar.

Strax á fyrsta degi syndir Jóhanna Elín Guðmundsdóttir 100m skriðsund, Símon Elías Stakevicius 50m flugsund og Einar Margeir Ágústsson og Snorri Dagur Einarsson synda 100m bringusund.

Morgunhlutar hefjast kl 7:30 á íslenskum tíma en úrslitin hefjast kl 16:30 og verður mótið sýnt í beinni á RUV2 alla vikuna. 

 

EM50 hópurinn samanstendur af eftirtöldum einstaklingum:

Anton Sveinn Mckee

Birgitta Ingólfsdóttir

Einar Margeir Ágústsson

Jóhanna Elín Guðmundsdóttir

Símon Elías Statkevicius

Snorri Dagur Einarsson

Sundfélag Hafnarfjarðar

Sundfélag Hafnarfjarðar

Sundfélag Akranes

Sundfélag Hafnarfjarðar

Sundfélag Hafnarfjarðar

Sundfélag Hafnarfjarðar

Snæfríður Sól Jórunnardóttir

Aalborg Svømmeklub

 

 

Eyleifur Ísak Jóhannesson

Þjálfari

Hlynur Skagfjörð Sigurðsson

Mladen Tepavcevic

Ólafur Sigurðsson

Hörður J Oddfríðarson

Sjúkraþjálfari

Þjálfari

Fjölmiðlar

Til aðstoðar

 


Hægt er að fylgjast með úrslitum hér : https://www.len.eu/belgrade2024/live/#/athletic-sports-schedule/SWM/2024-06-17

 

Heimasíða mótsins : https://www.len.eu/belgrade2024/

 

 

 

Til baka