EM50 hefst á morgun í Belgrad
Evrópumeistaramótið í sundi hefst á morgun mánudaginn 17. júní í Belgrad í Serbíu og líkur sunnudaginn 23. júní. Mótið fer að þessu sinni fram í útilaug.
Sundfólkið hélt utan í gær og lætur vel af sér í góðu veðri í Belgrad. Sundsamband Íslands sendir að þessu sinni stóran og mjög vel skipaðan 7 manna hóp og verður það afar spennandi að fylgjast með öllu okkar besta sundfólki spreyta sig á sviðinu á EM50 í næstu viku.
Sundsambandið á einnig dómara á mótinu en það er Ragnheiður Birna Björnsdóttir úr Sundfélagi Hafnarfjarðar.
Strax á fyrsta degi syndir Jóhanna Elín Guðmundsdóttir 100m skriðsund, Símon Elías Stakevicius 50m flugsund og Einar Margeir Ágústsson og Snorri Dagur Einarsson synda 100m bringusund.
Morgunhlutar hefjast kl 7:30 á íslenskum tíma en úrslitin hefjast kl 16:30 og verður mótið sýnt í beinni á RUV2 alla vikuna.
EM50 hópurinn samanstendur af eftirtöldum einstaklingum:
Anton Sveinn Mckee Birgitta Ingólfsdóttir Einar Margeir Ágústsson Jóhanna Elín Guðmundsdóttir Símon Elías Statkevicius Snorri Dagur Einarsson |
Sundfélag Hafnarfjarðar Sundfélag Hafnarfjarðar Sundfélag Akranes Sundfélag Hafnarfjarðar Sundfélag Hafnarfjarðar Sundfélag Hafnarfjarðar |
Snæfríður Sól Jórunnardóttir |
Aalborg Svømmeklub |
|
|
Eyleifur Ísak Jóhannesson |
Þjálfari |
Hlynur Skagfjörð Sigurðsson Mladen Tepavcevic Ólafur Sigurðsson Hörður J Oddfríðarson |
Sjúkraþjálfari Þjálfari Fjölmiðlar Til aðstoðar |
Hægt er að fylgjast með úrslitum hér : https://www.len.eu/belgrade2024/live/#/athletic-sports-schedule/SWM/2024-06-17
Heimasíða mótsins : https://www.len.eu/belgrade2024/