SMÍ 2024 lauk í dag
Sundmeistaramóti Íslands lauk í dag í Ásvallalaug en það var haldið í þremur hlutum dagana 15. og 16 júní. Mótið var unnið í samstarfi við Sundfélag Hafnarfjarðar og gekk allt eins og best verður á kosið.
Á mótinu er keppt til stiga um stigahæstu einstaklingana og þrjú stigahæstu liðin.
Í flokki 19.ára og eldri í kvenna flokki sigraði Eva Margrét Falsdóttir úr ÍRB en hún fékk hæstu stigin fyrir 200m fjórsund, 684 stig. Í öðru sæti var það Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir ÍA en hún fékk 657 stig fyrir 50m skriðsund og í þriðja sæti varð Krístín Helga Hákonardóttir úr SH en hún fékk 635 stig einnig fyrir 50m skriðsund.
Í flokki karla 19.ára og eldri sigraði Veigar Hrafn Sigþórsson úr SH en hann fékk 624 stig fyrir 100m skriðsund, í öðru sæti varð Bartoz Henke úr SH fyrir 50m flugsund þar sem hann fékk 523 stig og í þriðja sæti varð Hálfdán Artúr Róbertsson UMFB fyrir 50m flugsund en þar fékk hann 457 stig.
Í flokki 18.ára og yngri í kvenna flokki sigraði Freyja Birkisdóttir Breiðabliki en hún fékk 724 stig fyrir 200m skriðsund. Í öðru sæti varð Vala Dís Cicero SH en hún fékk 721 stig fyrir 100m skriðsund og í þriðja sæti varð Nadja Djurovic fyrir 100m skriðsund þar sem hún fékk 671 stig.
Í flokki 18.ára og yngri í karla flokki sigraði Ýmir Chatenay Sölvason Breiðabliki en hann fékk 739 stig fyrir 100m skriðsund. Í öðru sæti varð Guðmundur Leo Rafnsson ÍRB fyrir 100m baksund en þar fékk hann 720 stig og í þriðja sæti varð Birnir Freyr Hálfdánarson SH fyrir 50m flugsund en fyrir það sund fékk hann 673 stig.
Stigahæsta lið mótsins varð Sundfélag Hafnarfjarðar með 8647 stig í öðru sæti varð ÍRB með 8018 stig og í þriðja sæti varð Breiðablik með 7665 stig.
Þá eru aðeins tvær vikur í Aldursflokkamótið sem haldið verður í Reykjanesbæ helgina 28. - 30 júní n.k,