Snæfríður Sól komin í úrslit á EM50 á nýju íslandsmeti
19.06.2024
Til baka
Snæfríður Sól Jórunnardóttir synti rétt í þessu í 16 manna úrslitum í 200m skriðsundi á Evrópumeistaramótinu í sundi. Hún gerði sér lítið fyrir og setti nýtt Íslandsmet þegar hún synti á tímanum 1:57,87 og er komin áfram í úrslitasundið sem fram fer annað kvöld. Gamli tími Snæfríðar var 1.57,98 og nálgast hún nú óðfluga Ólympíulágmarkið sem er 1:57,26.
Það verður rosalega gaman að fylgjast með Snæfríður Sól í úrslitunum á morgun en hún er með þriðja besta tímann inn í úrslitin, sem hefjast kl 17:38 á morgun og verður sýnt beint frá sundinu á RÚV.