Beint á efnisyfirlit síðunnar

Yfirþjálfarastaða Sunddeildar Aftureldingar

20.06.2024

Yfirþjálfarastaða Sunddeildar Aftureldingar

Sunddeild Aftureldingar leitar að yfirþjálfara til að hafa yfirumsjón með þjálfun og rekstri deildarinnar. Deildin hefur stækkað ört á síðustu árum og mikið uppbyggingarstarf hefur verið unnið. Aðalverkefni deildarinnar eru að halda úti æfingum fyrir grunn- og leikskólabörn.

Starf yfirþjálfara felst í að hafa umsjón með deildinni, bæta og viðhalda þekkingu þjálfara og hjálpa iðkendum að dafna.

Einnig að byggja upp jákvætt, öruggt og styðjandi umhverfi fyrir iðkendur. Yfirþjálfari sér um þjálfun eldri hópa og eftirfylgni með yngri hópum félagsins, halda utan um þjálfaramál og hjálpa stjórn við daglegan rekstur deildarinnar.
Yfirþjálfari sunddeildar Aftureldingar þarf að hafa mikla ástríðu fyrir sundstarfi, góða skipulagshæfni og mikla samskiptahæfni. Einnig að sýna frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
Helstu verkefni:

Þjálfa elstu tvo hópa deildarinnar

Halda utan um skiplag allra hópa í samvinnu við aðra þjálfara deildarinnar

Sinna stefnumótun félagsins

Góð samskipti við aðra þjálfara deildarinnar

Hjálpa stjórn við rekstur deildarinnar

Vinna náið með UMFK (Kjalarnes)

Undirbúa æfingarbúðir fyrir alla hópa deildarinnar

Halda góðum samskiptum við SSÍ, önnur sundfélög og samstarfsaðila
Hæfniskröfur:

Góð reynsla og þekking á sundþjálfun

Skipulagshæfni og hæfni við að stjórna verkefnum og viðburðum deildarinnar

Framúrskarandi samskiptafærni bæði gagnvart sundfólki, foreldrum og samstarfsfólki

Fljótur að læra á ný tölvukerfi

Geta sinnt starfinu í sveigjanlegum vinnutíma í samræmi við þarfir og eðli starfseminnar
Æskilegir kostir:

Íþróttafræðingur eða sambærilega menntun

Sundþjálfaramenntun í samræmi við markmið ÍSÍ og SSÍ

Góð tengsl við önnur íþróttafélög

Við bjóðum upp á skemmtilegt starf með áhugasömu fólki. Um er að ræða 50% stöðu sem snýst um þjálfun elstu hópanna, hjálpa stjórn við dagleg störf deildarinnar og vera innan handar fyrir aðra þjálfara deildarinnar. Einnig fær einstaklingur tækifæri á að efla og stækka deildina einn meira.

Frekari upplýsingar veitir formaður deildarinnar, Brynjar Jóhannesson
Netfang: sund@afturelding.is sími: 697-8646

Umsóknafrestur er til 30 júní. 2024 og skulu umsóknir sendar á formann sunddeildar Aftureldingar á netfang sund@afturelding.is

Til baka