Beint á efnisyfirlit síðunnar

Flottur morgun á EM50 í Belgrad

21.06.2024

Fjórði dagurinn á EM50 í Belgrad hófst í morgun á 50m skriðsundi þar sem Jóhanna Elín Guðmundsdóttir synti á tímanum 25,91sem er alveg við hennar besta tíma 25,86.  Jóhanna Elín varð í 22. sæti af 42 keppendum, mjög fínt sund hjá Jóhönnu Elínu.

Snorri Dagur Einarsson synti 50m bringusund á tímanum 28,10 sem er örlítið frá hans besta tíma 27,89. Hann er annar varamaður inn í undanúrslitin sem fram fara í kvöld og er sem stendur í 18 sæti. Mjög gott sund hjá Snorra Degi.

Einar Margeir Ágústsson synti einnig 50m bringusund í morgun hann synti mjög vel þegar hann bætti tíma sinn síðan í janúar og fór á 28,19, gamli tíminn hans var 28,31. Einar Margeir varð í 24 sæti af 40 keppendum í greininni. Mjög flott bæting hjá Einari.

Nú verður spennandi að sjá hvort að einhverjir sundmenn skrái sig úr 50m bringusundi svo að Snorri Dagur fái að keppa aftur í kvöld.  Annars hafa þau Snorri og Jóhanna lokið keppni á EM50 í Belgrad og geta svo sannarlega verið ánægð með sinn árangur.

Við eigum keppendur í fyrramálið, en þá syndir Símon Elías Statkevicius og Einar Margeir 50m skriðsund og Birgitta Ingólfsdóttir syndir 50m bringusund.

 

Myndir með frétt

Til baka