Beint á efnisyfirlit síðunnar

Flottar bætingar á EM50 í morgun

22.06.2024

Fimmti dagur á EM hófst með látum í morgun þegar Einar Margeir Ágústsson synti 50m skriðsund og bætti tíma sinn töluvert þegar hann synti á 23,09 en gamli tími hans er síðan í janúar 23.72. Frábær bæting hjá Einari.

Símon Elías Statkevicius kom næstur á eftir Einari í 50m skriðsundi. Hann bætti einnig tíma sinn í greininni þegar hann synti á 23,17, gamli tími hans var síðan í lok maí 23,26.  Virkilega vel gert hjá strákunum í morgun.

Brigitta Ingólfsdóttir synti 50m bringusund á tímanum 32,55 sem er alveg við hennar besta tíma, 32,15 síðan á ÍM50 í apríl.

Þá hefur sundfólkið lokið keppni á EM50 í Belgrad með mjög góðum árangri. Tvö íslandsmet voru sett á mótinu af Snæfríði Sól, Þau Snæfríður og Anton fóru bæði inn í undanúrslit og úrslit í sínum greinum og urðu í fjórða sæti. Snorri Dagur var mjög nálægt því að komast í undanúrslit í 50m bringusundi og mikið var um persónulegar bætingar. Virkilega flottur árangur hjá sundfólkinu.

Myndir með frétt

Til baka