Beint á efnisyfirlit síðunnar

Snæfríður Sól er komin með keppnisrétt á Ólympíuleikunum i sumar

24.06.2024
Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ) og Sundasambandi Íslands (SSÍ) hafa fengið staðfestingu á því að Snæfríður sé komin með þátttökurétt á Ólympíuleikunum🤩👏👏
Snæfríður Sól keppir í 100 og 200 metra skriðsundi í París. Riðlakeppnin í 200 metra skriðsundinu verður að morgni 28. júlí og komist hún í undanúrslit verða þau um kvöldið þann dag. Úrslit 200 metra skriðsundsins verða svo 29. júlí. Snæfríður keppir svo í riðlakeppni 100 metra skriðsundsins 30. júlí. Komist hún í undanúrslit verða þau síðar sama dag.
Innilega til hamingju Snæfríður Sól🎉
Til baka