Beint á efnisyfirlit síðunnar

Aldursflokkameistaramótið hefst í Reykjanesbæ í fyrramálið

27.06.2024

Aldursflokkameistaramótið (AMÍ) í sundi hefst á morgun föstudag í Vatnaveröld í Reykjanesbæ og stendur það fram á sunnudag. Mótið er fimm hlutar og hefst það kl 9:30 í fyrramálið, hlutarnir eftir hádegi hefjast kl 16:00.

223 keppendur eru mættir í Reykjanesbæ frá 11 félögum og má búast við mikilli gleði, keppni og stemmingu á bakkanum um helgina.  AMÍ er stigakeppni milli félaga og það er Sundfélag Hafnarfjarðar sem eru ríkjandi Aldursflokkameistarar en SH sigraði í fyrra á Akureyri með 795 stigum eftir harða keppni við ÍRB og Breiðablik.

Að loknu móti verða einnig veitt stigaverðlaun í flokki 12. – 13 ára og 14. – 15 ára,

Þeir sem komast ekki í Reykjanesbæ um helgina til að horfa á mótið geta horft á lifandi streymi hér: https://www.sund.live/channel?name=ami

Önnur úrslit er hægt að finna hér: https://live.swimrankings.net/42501/

 

Til baka