Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sundfélag Hafnarfjarðar eru Aldursflokkameistarar árið 2024

01.07.2024

Aldursflokkameistaramótinu í sundi lauk í gær í Vatnaveröld í Reykjanesbæ. Mótið var einstaklega vel heppnað og var stigakeppni á milli félaga mjög spennandi alla helgina. 

Mikið var um persónulegar bætingar og sigra. Eitt aldursflokkamet leit dagsins ljós en það voru stúlkurnar úr Breiðabliki í flokki 14. - 15  ára sem settu met í 4x100m fjórsundi þegar þær syntu á tímanum 4:26,59.  Það voru þær Íris Ásta Magnúsdóttir, Margrét Anna Lapas, Sólveig Freyja Hákonardóttir og Ásdís Steindórsdóttir sem voru í sveitinni. 

Í stigakeppni einstaklinga í flokki 12. - 13 ára stelpna sigraði Auguste Balciunite úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, en hún fékk samtals 1693 stig.

Í stigakeppni einstaklinga í flokki 12. - 13 ára stráka sigraði Kristjón Hrafn Kjartansson einnig úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, en hann fékk samtals 1191 stig. 

Í stigakeppni einstaklinga í flokki 14. - 15 ára stelpna sigraði Elísabet Arnoddsdóttir úr ÍRB, en hún fékk samtals 1635 stig. 

Í stigakeppni einstaklinga í flokki 14. - 15 ára stráka sigraði Árni Þór Pálmason einnig úr ÍRB, en hann fékk samtals 1588 stig.

Aldursflokkameistarar árið 2024 er Sundfélag Hafnarfjarðar en þau hlutu 750 stig. Í öðru sæti varð Reykjavík með 719 stig. Í ár kepptu sundfélögin í Reykjavík sem sameiginlegt lið, en það eru Ármann, Fjölnir, KR og Ægir.

Í þriðja sæti varð ÍRB með 701 stig. 

4. sæti Breiðablik 626 stig

5.sæti Óðinn 306 stig

6.sæti ÍA  91 stig 

7.sæti UMFA 87 stig

8.sæti Stjarnan 22 stig 

9.sæti UMFB 9 stig 

10.sæti íBV 2 stig.

Tilkynnt var á lokahófi mótsins að Aldursflokkameistaramótið verður haldið á Akureyri að ári liðnu.

 

Til baka