Beint á efnisyfirlit síðunnar

EMU 2024 hófst í morgun með unglingameti hjá Guðmundi Leo

02.07.2024

EMU 2024 hófst í morgun í Vilníus í Litháen og áttum við þrjá keppendur í þessum fyrsta hluta. 

Guðmundur Leo Rafnsson gerði sér lítið fyrir og bætti unglingametið sitt í 50m baksundi í morgun, hann synti á tímanum 26,66, gamla metið átti hann sjálfur sem hann setti á ÍM50 í apríl, 26,80.

Þær Freyja Birkisdóttir og Vala Dís Cicero syntu í fyrstu grein mótsins 200m skriðsund. Vala Dís synti á tímanum 2:04,93 og varð í 34 sæti, Freyja synti á tímanum 2:07, 22 og varð í 50. sæti. 

Katja Lilja Andryisdóttir synti 1500m skriðsund á tímanum 17,46,64 og varð í 22 sæti. 

Flottur morgun hjá sundfólkinu okkar í Vilnius en mótið heldur áfram í fyrramálið og þá syndir Birnir Freyr 200m fjórsund og Vala Dís 50m skriðsund. 

 

Til baka