Beint á efnisyfirlit síðunnar

Norðurlandameistaramót Æskunnar hófst í morgun í Helsinki í Finnlandi.

02.07.2024

 

Sundfólkið okkar byrjaði þennan morgun með miklum látum. Hólmar Grétarsson úr SH synti til sigurs í 200m flugsundi þegar hann synti á tímanum 2:05,99 og bætti tíma sinn um tæpar 5 sekúndur, frábært sund hjá Hólmari og gull fyrir Ísland komið í hús. Í seinnipartshlutanum hélt Hólmar ótrauður áfram og sigraði í 400m fjórsundi á tímanum 4:33.10 og bætti þar tíma sinn um tvær sekúndur. Frábær byrjun hjá Hólmari á mótinu.

Þriðja gullið fyrir Ísland leit dagsins ljós í dag þegar Ylfa Lind Kristmannsdóttir Ármanni sigraði í 100m baksundi á tímanum 1:04,63 og bætti hún tíma sinn um 1/100 úr sek. Virkileg vel gert hjá Ylfu.

Sólveig Freyja Hákonardóttir Breiðabliki tryggði sér bronsverðlaun í morgun þegar hún synti 800m skriðsund á tímanum 9:11,52 og bætti tíma sinn um 13 sekúndur sem er frábær árangur hjá Sólveigu.  Magnús Víðir Jónsson SH , tryggði sér einnig bronsverðlaun þegar hann synti 200m skriðsund á tímanum 1:57,62 sem er alveg við hans besta tíma.

Önnur úrslit:

Ásdís Steindórsdóttir 800m skriðsund 6. Sæti

Ylfa Lind Kristmannsdóttir 100m skriðsund 9. Sæti

Denas Kazulis 100m skriðsund 9. sæti

Átrós Lovísa Hauksdóttir 100m baksund 12.sæti

Margrét Anna Lapas 200m bringusund 12. Sæti

4x100m fjórsund stúlkur 6. Sæti

Sólveig Freyja Hákonardóttir 200m skriðsund 6. Sæti

Ásdís Steindórsdóttir 200m skriðsund 7. Sæti

Denas Kazulis 200m skriðsund 13.sæti 

4x100m skriðsund stúlkur 7. sæti

Virkilega flottur árangur hjá unga og efnilega sundfólkinu okkar á NÆM. 

Mótið heldur áfram í fyrramálið og lýkur um hádegi á morgun.

 

 

Til baka