Birnir Freyr í 16 manna úrslitum í dag á EMU 2024
03.07.2024
Til baka
Evrópumeistarmót unglinga hélt áfram í morgun í Vilníus. Birnir Freyr Hálfdánarson gerði sér lítið fyrir og synti sig inn í undanúrslit í 200m fjórsundi þegar hann synti á tímanum 2:05,18 og er með 13 besta tímann inn í 16 manna úrslitin sem fram fara í dag kl 15:47 á íslenskum tíma. Þess má geta að íslandsmet Birnis í greininni er 2.04,05
Vala Dís Cicero synti einnig í undanrásum í morgun, hún synti 50m skriðsund á 26,41 sem er námkvæmlega sami tími og hún á.
Það verður virkilega gaman að fylgjast með Birni í dag. Hægt er að fylgjast með streymi hér : https://euroaquaticstv.com