Sundfólkið tryggði sér 8 verðlaun á NÆM 2024
Norðurlandameistarmót Æskunnar hélt áfram í morgun í Helsinki og hélt sundfólkið áfram að safna verðlaunum á mótinu.
Ylfa Lind Kristmannsdóttir úr Ármanni tryggði sér sín önnur gullverðlaun þegar hún sigraði í 200m baksundi á tímanum 2.22,20, flottur árangur hjá Ylfu. Sólveig Freyja Hákonardóttir úr Breiðabliki tryggði sér sín önnur bronsverðlaun þegar hún synti 400m skriðsund á tímanum 4:30, 54 og bætti tíma sinn um tæpa sekúndu. Hólmar Grétarsson nældi sér í sín þriðju verðlaun á mótinu þegar hann synti 200m fjórsund á tímanum 2:11,15, hann bætti tíma sinn um 3.5 sekúndu og varð í þriðja sæti.
Önnur úrslit :
Ásdís Steindórsdóttir 400m skriðsund 5 sæti
Hólmar Grétarsson 400m skriðsund 5 sæti
Magnús Víðir Jónsson 400m skriðsund 9 sæti
Ástrós Lovísa Hauksdóttir 200m baksund 5 sæti
Margrét Anna Lapas 100m bringusund 10 sæti
Sólveig Freyja Hákonardóttir 200m fjórsund 8 sæti
4x 200m skriðsund stúlkna 5 sæti.
Alls vann sundfólkið til 8 verðlauna á NÆM í ár, 4 gull og 4 brons sem er virkilega flottur árangur hjá unga og efnilega sundfólkinu okkar. Einnig var mikið um góðar bætingar og persónulega sigra.
Innilega til hamingju með þennan flotta árangur !