Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fjórði dagur á EMU 2024

05.07.2024

Fjórði dagur à Evrópumeistaramóti uglinga hófst með 100m skriðsundi. Þar synti Vala Dís Cícero á tímanum 56,94 sem er alveg við hennar besta tíma. Vala varð í 28 sæti.

Í 800m skriðsundi syntu þær Freyja Birkisdóttir og Katja Lilja Andryisdóttir. Freyja synti á tímanum 9:12,55 sem er 3 sek frá hennar besta tíma og varð hún í 28 sæti. Katja Lilja varð í 31 sæti á tímanum 9:18,13 sem er einnig aðeins frá hennar besta tíma.

Mótið heldur áfram á morgun en þá synda þeir Birnir Freyr og Guðmundur Leo

Myndir með frétt

Til baka