Fimmti dagur á EMU 2024
Fimmti og næst síðasti dagur á Evrópumeistaramóti unglinga hófst í morgun hjá okkar fólki þegar Guðmundur Leo Rafnsson synti 100m baksund á tímanum 57.06 sem er alveg við hans besta tíma 56,95. Guðmundur Leo varð í 22 sæti en þess má geta að það voru þrír aðrir sem syntu á nákvæmlega sama tímanum í greininni 57,06.
Birnir Freyr Hálfdánarson synti 50m flugsund í morgun á tímanum 25,11 sem einnig er nálægt hans besta tíma 24,87. Birnir varð í 32 sæti í greininni.
Þá hafa þeir Birnir Freyr og Guðmundur Leo lokið keppni á EMU með glæsilegum árangri en þeir komust báðir í undanúrslit á mótinu sem er virkilega góður árangur. Birnir í 200m fjórsundi og Guðmundur Leo í 200m baksund.
Síðasti dagur mótsins fer fram á morgun þegar þær Freyja Birkisdóttir og Katja Lilja Andryisdóttir synda 400m skriðsund.