Opna Íslandsmótið í Víðavatnssundi 2024
10.07.2024
Til bakaFimmtudaginn 18. júlí stendur SJÓR ásamt Sundsambandi Íslands fyrir Opna Íslandsmótinu í víðavatnssundi.
Keppnin fer fram í Nauthólsvík og hefst kl. 17.00.
Boðið verður upp á þrjár keppnisvegalengdir:
• 1 km víðavatnssund hentar sundlaugakeppnisfólki og byrjendum.
• 3 km víðavatnssund hentar reyndu sjósunds-, þríþrautar og keppnisfólki.
• 5 km víðavatnssund hentar þeim allra reyndustu.
• 1 km víðavatnssund hentar sundlaugakeppnisfólki og byrjendum.
• 3 km víðavatnssund hentar reyndu sjósunds-, þríþrautar og keppnisfólki.
• 5 km víðavatnssund hentar þeim allra reyndustu.
Keppendur geta valið á milli neofren galla og venjulegra sundfata samkvæmt reglum FINA. (blöðkur eru ekki leyfðar)
Lágmarksaldur er 16 ár og aldurskipting eftirfarandi: 16-34 ára, 35-49 ára, 50-64 ára og 65 ára og eldri.
Skráning fer fram í Abler:
https://www.abler.io/.../product/Q2x1YlNlcnZpY2U6Mjg3NTM=
Veitt verða verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin í hverjum flokki.
Verð:
5 km, 9.000 kr - mæting kl 16:30, ræst kl 17:00
3 km, 6.000 kr - mæting kl 17:00, ræst kl 17:30
1 km, 3.000 kr - mæting kl 17:30, ræst kl 18:00
5 km, 9.000 kr - mæting kl 16:30, ræst kl 17:00
3 km, 6.000 kr - mæting kl 17:00, ræst kl 17:30
1 km, 3.000 kr - mæting kl 17:30, ræst kl 18:00
Allir iðkendur sjósunds sem og aðrir sundmenn eru hvattir til að mæta og taka þátt, hvort sem þeir eru byrjendur eða keppnisfólk.
Dómgæsla verður í höndum Sundsambands Íslands.
Keppendur taka þátt á eigin ábyrgð.
Bátar og kajakar munu fylgja sundfólkinu.
Mikilvægt er að keppendur mæti tímanlega.
Mótið verður fullt af spennu og skemmtun eins og undanfarin ár enda keppendur að leggja mikið á sig líkamlega.
Kær kveðja,
Mótshaldarar
Mótshaldarar