Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sundráð ÍRB leitar að metnaðarfullum þjálfara /þjálfurum

10.07.2024

 

Sundráð ÍRB  leitar að metnaðarfullum þjálfara/þjálfurum. 

Frábært starf er unnið hjá deildinni en nú vantar okkur  fólk sem tilbúið er að gera starfið enn öflugra.

Gott framtíðarstarf

Helstu verkefni þjálfara eru að:

• þjálfa yngstu hópa ÍRB á aldursbilinu 3-12 ára

• taka virkan þátt í uppbyggingu deildarinnar, afla sér faglegrar þekkingar og styðja sundfólkið í að ná framförum í sinni íþrótt

Hæfniskröfur:

• góður íþróttabakgrunnur

• góðir samskipta- og skipulagshæfileikar

• metnaður og frumkvæði

• góð íslenskukunnátta

• hreint sakavottorð

• lágmarksaldur 18 ára

 

Sundráð leggur mikinn metnað í endurmenntun þjálfara. Því er í boði að sækja

þjálfaranámskeið hjá Sundsambandi Íslands sem deildin kostar.

 Öll reynsla eða menntun í sundþjálfun er mikill  kostur en ekki krafa.

Nánari upplýsingar veita formaður deildarinnar eða yfirþjálfari.

 Arnoddur Þór Jónsson formaður í netfangi sundradirb@gmail.com  eða í síma : 8476044

Steindór Gunnarsson yfirþjálfari í netfangi sgswim67@gmail.com eða í síma: 8632123

Til baka