Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lágmörk fyrir 2024- 2025 hafa verið gefin út

19.07.2024

 

Á heimasíðu SSÍ má nú finna lágmörk fyrir landsliðshópa SSÍ fyrir næsta sundár, þar er einnig að finna lágmörk og viðmið fyrir NM25 og HM25.

Lágmörkin fyrir HM50 á næsta ári hafa ekki verið gefin út.

Hér er listi yfir alþjóðleg meistaramót á næsta sundári. Það er ekki búið að taka endalega fyrir hvaða mótum SSÍ mun taka þátt í, þær ákvarðanir verða teknar fyrir á stjórnafundum á haustmánuðum.

  • Norðurlandameistaramótið (NM) verður haldið að öllum líkindum 1. – 3. desember í Vejle, Danmörku.
  • Heimsmeistaramótið í 25m laug (HM25) verður haldið 12. – 15. desember í Búdapest, Ungverjalandi.
  • Smáþjóðaleikar (GSSE) verðar verða haldnir 26. – 29. maí í Andorra.
  • Evrópumeistaramót Ungmenna (EM23) verður haldið 26. – 28. júní. Staðsetning ekki komin á hreint.
  • Evrópumeistaramót Unglinga (EMU) verða haldnir 1. – 6. júlí. Staðsetning ekki komin á hreint.
  • Norðurlandamót Æskunnar (NÆM) verður haldið 5. – 6. júlí í Þórshöfn, Færeyjum.
  • Ólympíudagar Evrópuæskunnar verða haldnir 2. – 12. júlí í Skopje, Norður-Makedóníu.
  • Heimsmeistaramótið í 50m laug (HM50) verður haldið 19. – 27. Júlí í Kallang, Singapore.

 

Til baka