Anton Sveinn synti 100m bringusund á ÓL í morgun
27.07.2024
Til bakaAnton Sveinn McKee var fyrstur Íslendinganna að hefja keppni á Ólympíuleikunum í París í morgun þegar hann synti 100m bringusund. Anton Sveinn sigraði sinn riðill í sundinu á tímanum 1:00,62 og varð í 25 sæti í greininni. Þetta var virkilega flott sund hjá Antoni en hann var skráður með 26 besta tímann. Til að komast í undanúrslit þá þurfti að synda á 1:00,00. Íslandsmet Antons í greininni síðan í apríl á þessu ári er 1:00,21
Keppni heldur áfram í fyrramálið þegar Snæfríður Sól syndir 200m skriðsund kl 10:08 á íslenskum tíma.