Beint á efnisyfirlit síðunnar

Snæfríður Sól 15 sæti á ÓL 2024 í 200m skriðsundi

28.07.2024
Snæfríður Sól Jórunnardóttir synti rétt í þessu í undanúrslitum í 200m skriðsundi á Ólympíuleikunum í París. Hún varð í fimmtánda sæti á tímanum 1:58,78 sem er virkilega frábær árangur hjá Snæfríði.
Snæfríður mun synda aftur á þriðjudaginn þá í 100m skriðsundi. Þá mun Anton Sveinn synda sína aðalgrein 200m bringusund.
Frábær dagur í París og óskum við Snæfríði innilega til hamingju með árangurinn
Til baka