Beint á efnisyfirlit síðunnar

Snæfríður Sól komin í undanúrslit á Ólympíleikunum í 200m skriðsundi

28.07.2024

Snæfríður Sól Jórunnardóttir synti rétt í þessu 200m skriðsund á Ólympíuleikunum í París. Snæfríður synti í þriðja riðli á braut 7 og varð fimmta á tímanum 1.58,32 og gerði sér lítið fyrir og synti sig inn í undanúrslitin í kvöld. Snæfríður er  fimmtánda inn í undanúrsltin. Besti tími Snæfríðar í greininni er 1:57,85 sem jafnframt er íslandsmetið en það setti hún í júní á EM50.

Frábært sund hjá Snæfríði,það verður virkilega spennandi og skemmtilegt að fylgjast með henni kl 17:50 í beinni á RÚV. 

Sendum Snæfríði góða strauma til Parísar !

 

Til baka