Beint á efnisyfirlit síðunnar

Verklegi hluti þjálfaranámskeiðs SSÍ 1 fór fram um síðustu helgi

04.09.2024

Um helgina fór fram verklegi hluti þjálfraranámskeið SSÍ í nýju kerfi og gekk helgin ljómandi vel og að þessu sinni tóku 10 þátt í námskeiðinu.

 

Þjálfarastig SSÍ-1[1] er byggt á þrepaskiptu menntunarkerfi World Aquatic þar sem markmiðið er að auka hæfni sundþjálfara, íþróttinni til framdráttar. Þjálfarastig SSÍ-1 er alþjóðlega viðurkennt námskeið í flestum löndum Evrópu.

 

Námskeiðið var að mestu kennt í fjarnámi fyrir utan verklega hlutann sem fram fór um helgina.


Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að vera færir um að stjórna æfingum hjá byrjendum í sundi með aðstoð yfirþjálfara félagsins út frá „Long Term Development Plan“ SSÍ í Fasa 3: „Learn to Train“.

Það eru þeir Dr. Ingi Þór Einarsson og Ragnar Guðmundsson sem halda utan um þetta námskeið hjá SSÍ.

 

Endurgjöfin frá þátttakendum var mjög góð eftir helgina : 

  • Fínt námskeið og alls konar fróðleikur
  • Kennarinn hress og skemmtilegur 
  • Lærði fullt af þessu, komin með nýjar hugmyndir sem ég get tekið með mér í þjálfunina
  • Mæli hiklaust með þessu námskeiði
  • Mjög gaman og fræðandi
  • Gott og skemmtilegt og ég lærði heilmikið.
Til baka