Beint á efnisyfirlit síðunnar

Íslands- og Unglingameistaramótið í 25m laug fer fram í Ásvallalaug, Hafnarfirði, helgina, 8.-10. nóvember 2024.

07.11.2024

Íslands- og Unglingameistaramótið í 25m laug fer fram í Ásvallalaug, Hafnarfirði, helgina, 8.-10. nóvember 2024.

Undanrásir hefjast kl 09:00 alla morgna og úrslitin hefjast kl 16:30

Mótið er haldið í samstarfi við Íþróttasamband Fatlaðra og mun Sundfélag Hafnarfjarðar sjá um framkvæmd mótsins ásamt SSÍ.

Alls eru 172 keppendur skráðir á mótið.

Krýndir verða unglingameistarar í morgunhlutum en unglingaflokkur er 18 ára og yngri í bæði karla- og- kvennaflokki

Íslandmeistarar verða svo krýndir í úrslitahlutum sem hefjast kl 16:30.

Allt okkar besta sundfólk tekur þátt í mótinu um helgina fyrir utan Snæfríði Sól sem tekur þátt í Bikarkeppni í Danmörku 15. – 17 nóvember, en hún undirbýr sig að krafti fyrir HM25 sem hefst 10. desember Í Budapest.

Það verður spennandi að fylgjast með Þeim Snorra Degi  Einarssyni úr SH og Guðmundi Leo Rafnssyni úr ÍRB en þeir tryggðu sér lágmark á HM25 á Cube mótinu í október.  Þá eru nokkrir einstaklingar mjög líklegir til að bætast í hópinn fyrir HM25 í desember.

Við eigum því von á hörku keppni um helgina í öllum greinum en þetta er síðasta tækifæri sundfólksins að ná lágmörkum á HM25 og á Norðurlandameistaramótið sem fram fer Vejle í Danmörku 1.- 3 desember.

Það verður mikið fjör og skemmtileg keppni í Ásvallalaug um helgina.  RÚV2 mun sýna úrslita hluta föstudag og laugardag kl 16:30 en hægt verður að fylgjast með RUV.is á sunnudaginn kl 16:30.

Hægt er að fylgjast með úrslitum hér: https://live.swimrankings.net/43947/

Einnig verður streymi alla helgina hér : https://www.sund.live/channel?name=im25

Til baka