Fjögur verðlaun, tvö silfur og tvö brons og eitt landsmet leit dagsins ljós á NM 2024
Norðurlandameistaramótið í sundi hòfst í morgun í Vejle í Danmörku með undanrásum. Úrslit dagsins hófust svo kl. 16:00. Íslenska liðið átti mjög fínann úrlista hluta og tryggði sér fjögur verðlaun, tvö silfur og tvö brons og eitt landsmet leit dagsins ljós.
Þær Freyja Birkisdòttir og Katja Lilja Andryisdóttir syntu 400m skriðsund í fullorðinsflokki og komust báðar á verðlaunapall. Freyja tryggði sèr silfurverðlaun þegar hún synti à 4:19,33 og Katja Lilja tryggði sèr bronsverðlaunin à tímanum 4:22,24.
Kvennasveitin í 4x200m skriðsundi gerði sér lítið fyrir og tryggði sér silfurverðlaun í greininni þegar þær syntu á tímanum 8:15,42 og bættu landsmetið í greininni. Sveitina skipuðu þær Eva Margrét Falsdòttir,Sólveig Freyja Hákonardóttir, Nadja Djurovic og Freyja Birkisdóttir.
Sòlveig Freyja Hàkonardóttir synti mjög vel 200m flugsund í unglingaflokki og bætti tíma sinn í greininni þegar hún synti á 2:19,40 og tryggði sèr bronsverðlaunin í greininni. Nadja Djurovic synti einnig 200m flugsund og varð fjórða à tímanum 2:22,42
Veigar Sigþórsson synti einnig 400m skriðsund í fullorðinsflokki á tímanum 3:59,49 og varð sjötti.
Bergur Fáfnir Bjarnason synti 200m baksund à tímanum 2:00,82 og var aðeins 5/100 frà þriðja sætinu, hann keppti einnig í fullorðinsflokki.
Eva Margrèt Falsdóttir varð fimmta í 200m bringusundi þegar hún bætti tíma sinn um rètt rúma sekúndu þegar hún synti á 2:30,09. Eva Margrét keppti í fullorðinsflokki.
Karlasveitin í 4x200m skriðsundi skipuð þeim Ými Chatenay Sölvasyni, Denas Kazuliz, Magnúsi Viði Jónssyni og Veigari Hrafni Sigþórssyni gerðu því miður ógilt í sundinu.
Flottur dagur að baki á Norðulandameistaramótinu í sundi, en mótið heldur áfram í fyrramálið.
Úrslit hér https://live.swimify.com/competitions/nordic-championships-2024-2024-12-01/events/entries/1/3
Streymi hér: https://tv.svoem.dk/live