Degi tvö á Norðurlandameistaramótinu í sundi var rètt í þessu að ljúka, fjögur verðlaun, eitt silfur og þrjú brons.
Degi tvö á Norðurlandameistaramótinu í sundi var rètt í þessu að ljúka, fjögur verðlaun, eitt silfur og þrjú brons.
Úrslita hlutinn hófst með látum, þegar þær Sòlveig Freyja Hàkonardóttir og Eva Margrèt Falsdòttir syntu báðar til verðlauna í 400m fjórsundi. Sòlveig varð þriðja í unglingaflokki à tímanum 4:55,49 og Eva Margrèt vann silfurverðlaun í fullorðinsflokki og bætti tíma sinn um 2 sekúndur þegar hún synti á 4:47,98. Freyja Birkisdóttir varð fjórða í fullorðinsflokki à tímanum 4:58,13.
Aron Bjarki Pètursson synti 50m bringusund í opnum flokki og gerði sèr lítið fyrir og tryggði sèr brons à tímanum 27,41 sem jafnframt er bæting.
Hólmar Grètarsson bætti tíma sinn í 200m flugsundi og tryggði sèr bronsverðlaun í unglingaflokki þegar hann synti à 2:02,34
Fannar Hauksson synti 50m baksund í opnum flokki og varð fimmti à tímanum 25,28 og Katja Lilja Andryisdóttir varð sjötta í 200m skriðsundi à tímanum 2:05,99 í fullorðinsflokki og bætti tíma sinn.
Veigar Hrafn Sigþórsson synti 200m fjórsund à tímanum 2:05,63 og varð í sjötta sæti í flokki fullorðinna og bætti einnig tíma sinn.
Ylfa Lind Kristmannsdóttir varð sjöunda í 100m baksundi à tímanum 1:04,32
Denas Kazulis varð áttundi í 100m skriðsundi à tímanum 51,46 sem er bæting hjà honum.
Kvenna sveitin í 4x100m fjórsundi synti á tímanum 4:13,15 og urðu í fjórða sæti, sveitina skipuðu þær:
Ylfa Lind Kristmannsdóttir
Eva Margrét Falsdóttir
Nadja Djurovic
Eydís Ósk Kolbeinsdóttir
Karlasveitin í 4x100m fjórsund varð í í fimmta sæti à tímanum 3:41,19, sveitina skipuðu þeir
Bergur Fáfnir Bjarnason
Aron Bjarki Pétursson
Fannar Snævar Hauksson
Ýmir Chatenay Sölvason
Flottur dagur tvö hjá okkar fólki en þriðji og síðasti dagur à NM hefst í fyrramàlið og líkur annað kvöld.
Úrslit hér https://live.swimify.com/competitions/nordic-championships-2024-2024-12-01/events/entries/1/3
Streymi hér: https://tv.svoem.dk/live