Norðurlandameistaramótinu lokið og árangurinn virkilega góður, samtals 10 verðlaun 4 silfurverðlaun og 6 brons
Síðasta degi à Norðurlandameistaramòtinu í sundi lauk nú í kvöld
Katja Lilja Andryisdòttir gerði sèr lítið fyrir og tryggði sèr sín önnur verðlaun à mòtinu í fullorðinsflokki þegar hún varð önnur í 800m skriðsundi og bætti tíma sinn í greininni um 1sekúndu þegar hún synti à 8:58,78.
Ylfa Lind Kristmannsdóttir synti mjög vel 200m baksund í unglingaflokki og tryggði sèr bronsverðlaun þegar hún bætti tíma sinn um tæpar 2 sekúndur, synti à 2:15,09
Ásdís Steindórsdóttir bætti tíma sinn í 800m skriðsundi þegar hún synti à 8:58,44 og varð fjórða í unglingaflokki.
Hòlmar Grètarsson varð fimmti í 400m fjórsundi í unglingaflokki og bætti tíma sinn 4:24,12 og Nadja Djurovic bætti tíma sinn í 100m flugsundi þegar hún synti à 1:01,55 og varð fjórða í unglingaflokki.
Bergur Bjarnason varð fimmti í 100m baksundi à 55,65 í fullorðinsflokki.
Fannar Hauksson synti 50m flugsund á 24,46 og varð í sjötta sæti í fullorðins flokki.
Eydís Ósk Kolbeinsdóttir synti 100m skriðsund à tímanum 57,31 og varð sjötta í fullorðinsflokki.
Ýmir Chatenay Sölvason varð sjöundi í fullorðinsflokki í 200m skriðsundi á tímanum 1:51,49.
Eva Margrèt Falsdòttir varð fjórða og Freyja Birkisdòttir sjötta í 200m fjórsundi í fullorðinsflokki, Eva synti à 2:16,53 og Freyja synti à 2:19,93. Sólveig Freyja Hákonardóttir synti 200m fjòrsund í unglingaflokki og varð fimmta à 2:22,71.
Stelpurnar urðu í fimmta sæti í 4x100m skriðsundi á tímanum 3:50,73. Sveitina skipuðu þær:
Eva Margrét Falsdóttir
Freyja Birkisdóttir
Nadja Djurovic
Eydís Ósk Kolbeinsdóttir
Stràkarnir syntu 4x100m skriðsund à tímanum 3:22,80 urðu í 7 sæti. Sveitin var skipuð þeim:
Ýmir Chatenay Sölvason
Veigar Hrafn Sigþórsson
Fannar Snævar Hauksson
Denas Kazulis
8x50m skriðsund blönduð sveit urðu í 5 sæti à tímanum 3:19,66
Fannar Snævar Hauksson
Ýmir Chatenay Sölvason
Denas Kazulis
Magnús Viðir Jónsson
Eydís Ósk Kolbeinsdóttir
Nadja Djurovic
Freyja Birkisdóttir
Ylfa Lind Kristmannsdóttir
Þá er Norðurlandameistaramótinu lokið og árangurinn virkilega góður, samtals 10 verðlaun 4 silfurverðlaun og 6 brons er flottur árangur og mikið var um fínar bætingar hjá okkar fólki. Þess mà geta að í fyrra náðum við okkur í 7 verðlaun.
Sundsambandið er mjög stolt af sínu fólki og óskar þeim innilega til hamingju með þennan flotta árangur