Guðmundur Leó bætti 25 ára gamalt unglingamet á HM25
Heimsmeistaramótið í sundi í 25m laug hófst í morgun og þar áttum við 5 sundmenn sem syntu í fyrsta keppnishluta.
Guðmundur Leó Rafnsson gerði sér lítið fyrir og bætti 25 ára gamalt unglingamet í 100m baksundi þegar hann synti á 52,69 og varð í 40 sæti. Gamla metið átti Örn Arnarsson 53,13 sem hann setti á EM25 árið 1999.
Vala Dís Cicero synti 400m skriðsund á tímanum 4;16,11 og varð í 31 sæti. Jóhanna Elín Guðmundsdótir synti 50m flugsund á tímanum 27,30 og varð í 38 sæti og Símon Elías Statkevicus synti einnig 50m flugsund og varð í 49 sæti á 23.90
Birnir Freyr Hálfdánarson synti 200m fjórsund á tímanum 2:00,54 og varð í 36. sæti.
Á morgun miðvikudag syndir Snæfríður Sól Jórunnardóttir 100m skriðsund og Snorri Dagur Einarsson syndir 100m bringusund. Við verðum einnig með boðsund sveit á morgun í 4x50 fjórsundi, en það er blönduð sveit.
Það verður spennandi að fylgjast með sundfólkinu okkar á morgun