Beint á efnisyfirlit síðunnar

Snæfríður bætti aftur Íslandsmetið sitt í 100m skriðsundi og varð þrettánda sæti á HM25

11.12.2024

Snæfríður Sól Jórunnardóttir synti rétt í þessu í undanúrslitum á HM25 í 100m skriðsundi. Snæfríður Sól gerði sér lítið fyrir og bætti aftur Íslandsmetið sitt í greininni síðan í morgun.

Hún synti á tímanum 52,68 og varð í þrettánda sæti í greininni. 

Frábært sund hjá Snæfríði og frábær árangur.

Snæfríður syndir sína aðalgrein á sunnudaginn, þegar hún syndir 200m skriðsund.

Við höldum áfram að fylgjast með sundfólkinu í fyrramálið þegar þau Vala Dís Cicero og Einar Margeir Ágústsson synda 100m fjórsund. 

Hægt er að fylgjast með sundinu á Rúv.

Til baka