Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sundfélag Hafnarfjarðar bikarmeistarar karla og kvenna. Lið Reykjavíkur vinnur sig upp í fyrstu deild.

22.12.2024

Bikarkeppni Sundsambands Íslands lauk í Vatnaveröld í Reykjanesbæ í gær þar sem Sundfélag Hafnarfjarðar stendur uppi sem sigurvegari í 1. deild karla og kvenna. B-lið SH vann einnig í 2. deild karla og Sundráð Íþróttabandalags Reykjavíkur var sigurvegari í 2. deild kvenna. Lið Reykjavíkur hefur því unnið sér inn keppnisrétt í 1. deild að ári.

Við óskum sundfólkinu og liðunum til hamingju með árangurinn um helgina. Eins þökkum við starfsfólki og sjálfboðaliðum fyrir þeirra framlag, því án þeirra væri þetta ekki framkvæmanlegt. Að lokum viljum við þakka Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar fyrir samstarfið við framkvæmd mótsins.

Lokastigastaða:

 

1. deild karla

Sæti     Lið   Stig  
 1  Sundfélag Hafnarfjarðar  16.670
 2  Íþróttabandalag Reykjanesbæjar  14.300
 3  Sundfélag Akraness  2.833
 4  Sunddeild Breiðabliks  2.053

 

1. deild kvenna

Sæti Lið  Stig 
Sundfélag Hafnarfjarðar   16.049
2 Sunddeild Breiðabliks  14.939
3 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar
 13.832
4 Sundfélag Akraness
 9.681

 

2. deild karla

Sæti Lið  Stig 
1 Sundfélag Hafnarfjarðar B
 12.458
2 Sundráð Reykjavíkur
 10.732
3 Sundfélag Hafnarfjarðar C
 8.687
4 Sundráð Reykjavíkur B
 7.317

 

2. deild kvenna:

Sæti Lið Stig 
1 Sundráð Reykjavíkur
 12.887
2 Sundfélag Hafnarfjarðar B
 11.744
3 Sundráð Reykjavíkur B
 10.518
4 Sunddeild Breiðabliks B
 8.971

 

Myndir með frétt

Til baka