Æfingahelgi framtíðarhóps SSÍ fór fram í Vatnaveröld 11.- 12 janúar
Um liðna helgi fór fram æfingahelgi framtíðarhóps hjá SSÍ í Vatnaveröld í Reykjanesbæ. Tuttugu og átta framtíðarsundmenn tóku þátt að þessu sinni frá 8 félögum.
Markmið okkar með æfingahelgum framtíðarhóps er að fræða og hvetja upprennandi sundfólk til dáða og styrkja liðsheildina. Við vonum að þessar æfingahelgar virki hvetjandi, auki metnað hjá sundfólki til að ná árangri og að góð vinabönd myndist óháð félögum og búsetu.
Dagskráin var mjög fjölbreytt, tvær sundæfingar, þrír fyrirlestrar og hópefli. Einnig var boðið upp á fyrirlestur fyrir foreldra.
Gauti Grétarsson sjúkraþjálfari með meiru hélt fyrirlestur þegar hann fór yfir
• Hvaða einkennir stoðkerfi hjá sundfólki?
• Hvað eykur afreksgetu íþróttafólks?
• Hvaða veikleikar eru hjá sundmönnum?
• Afleiðing slæmrar líkamstöðu
• Leiðir til að verða betri íþróttamaður / - kona
Ingi Þór Jónsson, Ólympíufari frá Akranesi,sagði einstaka sögu sína þar sem skilaboðin voru þau ,,að aldrei missa sjónar af því sem þig langar til að gera, leita beint fram á við og ekki horfa á erfiðleikana sem blasa við heldur möguleikana og trúa á sjálfan sig ”
Miklar þakkir eiga þjálfarar helgarinnar skilið fyrir þeirra vinnu en þeir voru:
Daníel Lúkas Tómasson SH
Hildur Sólveig Elvarsdóttir Óðinn
Juan Carlos Aguilar Mendoza Ármann
Kjell Wormdal ÍA
Kristinn Þórarinsson UMFA
Peter Garajszki Breiðablik
Sveinbjörn Pálmi Karlsson ÍRB
Eyleifur Jóhannesson SSÍ
Framtíðarhópur:
Nafn Félag
Bjarndís Olga Hansen Ægir
Álfrún Lóa Jónsdóttir Ármann
Sóley Helga Sigfríðardóttir Ármann
Guðbjörg Helga Hilmarsdóttir Breiðablik
Guðrún Ísóld Harðardóttir Breiðablik
Íris Ásta Magnúsdóttir Breiðablik
Lilja Rakel Hannesdóttir Bridde Breiðablik
Þorgerður Freyja Helgadóttir Breiðablik
Kajus Jatautas ÍA
Karen Anna Orlita ÍA
Adríana Agnes Derti ÍRB
Eydís Jóhannesdóttir ÍRB
Julian Jarnutowski ÍRB
Karen Júlía Traustadóttir ÍRB
Alicja Julia Kempisty Óðinn
Ísabella Jóhannsdóttir Óðinn
Jón Ingi Einarsson Óðinn
Katrín Birta Birkisdóttir Óðinn
Aaron Sebastian Jóhannesson SH
Andrej Tepavcevic SH
Arndís Soffía Matthíasdóttir SH
Auguste Balciunaite SH
Elsa Dilja Lunddal Rúnarsdóttir SH
Ema Austa Pratusyte SH
Kristjón Hrafn Kjartansson SH
Styrmir Snær Árnason SH
Þór Eli Gunnarsson SH
Bjarki Ragnar Arnarsson UMFA
Frábær helgi er að baki en nú taka við mælingar hjá landsliðshópunum okkar, miðvikudag og fimmtudag síðan verður landsliðsæfing ásamt fyrirlestrum laugardaginn 18. janúar.