Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sundþing 2025

30.01.2025

 

Sundþing verður haldið í Reykjavík þann 29.mars 2025.

Dagskrá og nánari staðsetning verður send út síðar en áætluð tímasetning þingsins er frá kl 11:00, laugardaginn 29.mars

Á sundþingi eiga fulltrúar sæti í samræmi við lög SSÍ:
1) Einn fulltrúi héraðssambands eða íþróttabandalags (1 frá hverju)
2) Fulltrúar félaga í samræmi við iðkendafjölda (2 fulltrúar fyrir fyrstu 30 iðkendur félags og 1 fyrir hverja 30 eða brot úr þeirri tölu eftir það)
3) Fulltrúar félaga vegna keppenda (1 fulltrúi fyrir hverja 50 keppendur félags eða brot úr þeirri tölu)

Framkvæmdastjóri sendir félögum og héraðssamböndum/íþróttabandalögum tilkynningu um fjölda hvers aðila fyrir sig og óskar eftir nafnalista frá þessum aðilum ekki síðar en 8.mars þremur fyrir sundþing.

Félag þarf að hafa gert upp þjónustugjöld fyrir árið 2024 til að öðlast þátttökurétt á Sundþing.
Málefni og tillögur sem sambandsaðilar óska að tekin verði fyrir á sundþingi, skulu hafa borist framkvæmdastjóra SSÍ á ingibjorgha@iceswim.is í síðasta lagi 28.feb n.k.

Þetta er gert til að hægt sé að hefja umræðu og vinnu í kringum tillögurnar í tíma fyrir þingið.
Á þinginu verður kosið til formanns og fjögurra meðstjórnenda. Þess ber að geta að núverandi formaður gefur kost á sér til endurkjörs.
Framboðsfresti til stjórnar lýkur 4 vikum fyrir þing, eða 28.feb n.k

Sundþing 2025_ fyrra fundarboð.pdf

Til baka