Sundfélagið Óðinn óskar eftir yfirþjálfara
25.02.2025
Til bakaSundfélagið Óðinn óskar eftir metnaðarfullum og skipulögðum einstaklingi í starf yfirþjálfara hjá félaginu. Yfirþjálfari leiðir starf félagsins og hefur yfirumsjón með þjálfun elstu sundhópa félagsins. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. ágúst 2025.
Starfið felst í m.a. í því að:
Þjálfa börn og unglinga í sundi og vinna í samvinnu við aðra þjálfara að því markmiði að auka færni og getu sundmanna.
Bera ábyrgð á æfingaráætlun og hafa umsjón með skipulagningu æfinga og sundmóta í samvinnu við stjórn.
Fylgja skipulagi og stefnu Sundsambands Íslands um langtímaþjálfun sundmanna. Vinna að hæfniviðmiðum æfingahópa ásamt því að styðja elstu iðkendurna í því að ná sínum markmiðum í sundi.
Yfirumsjón með tækniþjálfun í yngri hópum, styðja þjálfara og aðstoða þá eftir þörfum.
Virkum samskiptum og upplýsingamiðlun við sundmenn og aðstandendur.
Menntunar- og hæfniskröfur
Menntun og reynsla á sviði sundþjálfunar og/eða íþrótta. Reynsla af sundi og sundþjálfun.
Reynsla og hæfni í að vinna með börnum og unglingum og vera þeim góð fyrirmynd.
Mjög mikil hæfni í mannlegum samskiptum, framúrskarandi samskipta og skipulagshæfileikar.
Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
Hreint sakavottorð.
Góð íslensku eða enskukunnátta í ræðu og riti.
Nánari upplýsingar veitir, Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, formaður Sundfélagsins Óðins Fyrirspurnir og umsóknir skal senda á netfangið formadur@odinn.is
Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknarfrestur er til og með 16. mars. 2025.
Sundfélagið Óðinn er fyrirmyndarfélag ÍSÍ
Auglýsing yfirþjálfari_ íslenska_23 feb 2025.pdf
Head coach (english) - odinn.pdf
Bli vår nya huvudtränare på Óðinn Swim Club.pdf