Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bergen festival og ÍM50

03.04.2025

Það er nóg um að vera í sundhreyfingunni um þessar mundir og aðeins ein vika í Íslandsmeistaramótið í 50m laug (ÍM50) sem haldið verður í Laugardalslaug 11-13. apríl.

Eftir góðan árangur sundfólksins á Reykjavík International í janúar og Ásmegin móti SH fyrir tæpum tveimur vikum, þá eru hóparnir fyrir alþjóðleg meistaramót í sumar farin að taka á sig mynd.

Sterkt mót fram undan í Bergen

Um helgina mun Jóhanna Elín Guðmundsdóttir, Símon Elías Statkevicius og Snæfríður Sól Jórunnardóttir keppa á sterku alþjóðlegumóti í Bergen í  Noregi. Það verður spennandi að fylgjast með hvort við sjáum hópana okkar stækka um helgina, en öll eiga þau góðan möguleika að ná lágmörkum fyrir Heimsmeistaramótið í 50m laug (HM50) sem fer fram í Singapore í lok júlí.

Heimasíða mótsins: https://bsf.no/en

Hér er hægt að sjá hverjir hafa nú þegar náð lágmörkum fyrir alþjóðlegu meistaramótin í sumar:

Heimasmeistaramótið í 50m laug (HM50)

  • Einar Margeir Ágústsson            ÍA

Evrópumeistaramót (EM U23)

  • Birnir Freyr Hálfdánarson          SH
  • Guðmundur Leo Rafnsson        ÍRB
  • Einar Margeir Ágústsson            ÍA (RIG)
  • Símon Elías Statkevicius            SH
  • Snorri Dagur Einarsson            SH        

Evrópumeistaramót Unglinga (EM U18)

  • Hólmar Grétarsson                     SH
  • Vala Dís Cicero                             SH        

Norðurlandamót Æskunnar (NÆM)

  • Ásdís Steindórsdóttir                  Breiðablik
  • Sólveig Freyja Hákonardóttir    Breiðablik

Upplýsingar um ÍM50 má finna hér  Keppnislista á ÍM50 má finna hér

Til baka