Beint á efnisyfirlit síðunnar

Birnir Freyr sló 19 ára gamalt met í 100m flugsundi

11.04.2025

 

Birnir Freyr Hálfdánarson bætti 19 ára gamalt Íslandsmet og karla sveit SH í 4x200m skriðsundi settu nýtt Íslandsmet þegar þeir syntu á tímanum 7:41,05 og bættu þar með 11 ára gamal met sveitar Fjölnis sem átti tímann 7:46,24

Úrslitahluti ÍM50 hófst með miklum látum í dag þegar Birnir Freyr Hálfdánarson synti 100m flugsund á nýju Íslandsmeti 53,29, en gamla metið var 53,42 í eigu Arnar Arnarsonar, setti árið 2006. Birnir lét sér ekki nægja að setja nýtt Íslandsmet, hann synti einnig undir HM50 lágmarki í greininni.

Snorri Dagur Einarsson sigraði í 100m bringusundi á tímanum 1:00,67 var aðeins 4/100 frá Íslandsmeti Antons Sveins McKee í 100m bringusundi. Snorri Dagur synti einnig undir HM50 lágmarki í greininni sem fram fer í sumar í Singapore.

Ylfa Lind Kristmannsdóttir sigraðir 50m baksund kvenna á tímanum 29,91 og tryggði sér lágmark á EMU, Evrópumeistaramóti unglinga sem fram fer í sumar.

Vala Dís Cicero sigraði í 400m skriðsundi á tímanum 4:27,37 eftir harða keppni við Freyju Birkisdóttur sem kom önnur í bakkann á tímanum 4:27,82.

Magnús Víðir Jónsson sigraði með yfirburðum í 400m skriðsundi karla á tímanum 4:08,60. Sólveig Freyja Hákonardóttir sigraði í 200m flugsundi á tímanum 2:26,85.

Eva Margrét Falsdóttir sigraði í 200m bringusundi á tímanum 2:35,26 sem er góð bæting á hennar besta tíma.

Guðmundur Leó Rafnsson sigraði örugglega í 200m baksundi á tímanum 2:02,20, Guðmundur stórbætti sig í undanrásunum í morgun þegar han synti á 2:02,08. 

Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Snæfríður Sól Jórunnardóttir syntu æsispennandi 50m skriðsund þar sem Jóhanna Elín kom fyrst í bakkann á tímanum 25,67. Símon Elías Statkevicius kom fyrstu í mark í 50m skriðsundi á nýju persónlegu meti, tíminn 22,84.

Kvenna sveit SH kom fyrst í mark í 4x 200m skriðsundi á tímanum 8:39,67, sveitina skipuðu þær Nadja Djurovic, Katja Lilja Andryisdóttir, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Vala Dís Cicero.

Karla sveit SH sigruðu í 4x200m skriðsundi karla á tímanum 7:41.05

Sveitina skipuðu þeir: Ýmir Chatenay Sölvason, Magnús Víðir Jónsson, Birnir Freyr Hálfdánarson og Veigar Hrafn Sigþórsson


 

Myndir með frétt

Til baka