Beint á efnisyfirlit síðunnar

Anton Sveinn McKee

Íþróttamannanefnd SSÍ

Almennt um störf og starfshætti nefnda SSÍ

Allar nefndir eru skipaðar af stjórn SSÍ og þær starfa á ábyrgð stjórnar og stjórn skipar einnig formann nefndar sérstaklega, nema Íþróttamannanefndin er kosin sérstaklega af sundfólki. A.m.k. einn stjórnarmaður eða starfsmaður SSÍ er í hverri nefnd sem fulltrúi stjórnar. Fulltrúi stjórnar getur fylgt málum frá nefnd eftir á stjórnarfundi og einnig að bera upplýsingar frá stjórn til nefndar eftir því sem við á. Fulltrúar stjórnar geta verið fleiri en einn, ef t.a.m. málefni skarast eða eru mjög viðamikil. Hlutverk nefnda er að halda utan um afmarkaða þætti í starfssemi SSÍ og hafa faglega umsjón með þeim þáttum fyrir hönd stjórnar. Ákvarðanir nefnda eru tillögur til stjórnar sem þarf að samþykkja þar til þess að þær öðlist gildi. Það er í flestum tilfellum gert með staðfestingu á fundargerð nefndarinnar, en stundum með sérstakri samþykkt í stjórn. Nefndir SSÍ hafa ekki sjálfstæðan fjárhag og öll útgjöld verður að bera undir framkvæmdastjóra SSÍ áður en til þeirra er stofnað. Allar nefndir eiga að skila fundargerð til stjórnar SSÍ.


Leiðbeiningar um færslu fundargerða nefnda SSÍ.

a) Bóka efni máls

b) Bóka niðurstöðu máls

c) Bóka ef einhver nefndarmaður fær verkefni til að leysa

d) Umræður alla jafnan ekki bókaðar
e) Ef nefnd þarf af einhverjum ástæðum að koma frekari upplýsingum til stjórnar SSÍ, er hægt að senda fylgiblað með sem ekki verður birt, eða fulltrúi stjórnar í nefndinni fylgir málinu eftir á stjórnarfundi.

 

Hlutverk og verkefni Íþróttamannanefndar