Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

05.05.2014

SH Íslandsmeistarar garpa

IMOC, Opna Íslandsmeistaramótið í Garpasundi, var haldið 2.-3. maí 2014 í Sundlaug Kópavogs í samvinnu við Sunddeild Breiðabliks. Keppendur voru um 150 talsins og hafa aldrei verið fleiri. SSÍ þakkar Sunddeild Breiðabliks kærlega fyrir gott samstarf og vel útfært mót. Úrslit mótsins má sjá hér.
Nánar ...
30.04.2014

Þrjú dómaranámskeið á næstunni

Þrjú dómaranámskeið verða í boði nú í maí á Akureyri, í Reykjanesbæ og í Kópavogi. Á Akureyri er námskeiðið haldið í VMA, fimmtudaginn 8. maí kl. 17-21. Kennari verður Gunnar Viðar Eiríksson. Skráning er í netfang karen@vma.is eða lisabj@simnet.is. Verklegi hlutinn fer fram á Lionsmóti Ránar á Dalvík 10. maí. í Reykjanesbæ fer námskeið fram fimmtudagskvöldið 8
Nánar ...
29.04.2014

IMOC hefst á föstudaginn

IMOC 2014, Opna Íslandsmótið í Garpasundi, verður haldið í Kópavogslauginni næstu helgi í samstarfi við Breiðablik. Keppt verður í sex brauta innilauginni og eru um 140 keppendur skráðir til leiks. Mótið hefst seinni partinn á föstudag og er í þremur hlutum. Eftir síðasta hlutann á laugardaginn heldur Breiðablik veglegt lokahóf handa keppendum, starfsfólki og aðstandendum.
Nánar ...
13.04.2014

9 Íslandsmet og 11 aldursflokkamet á ÍM50 - Uppfært

Íslandsmeistaramótinu í 50m laug lauk nú rétt í þessu eftir þriggja daga keppni. Alls féllu 9 Íslandsmet og 11 aldursflokkamet á mótinu, ásamt jöfnun á Íslandsmeti. Jóhanna Gerða Gústafsdóttir setti Íslandsmet í 400m fjórsundi þegar hún synti til sigurs í úrslitum á tímanum 4:53,24. Gamla metið átti hún
Nánar ...
13.04.2014

Íslandsmet í boðsundi í fimmta hluta ÍM50

Fimmta og næstsíðasta hluta var að ljúka hér í Laugardalslauginni á Íslandsmeistaramótinu í 50m laug. Fyrsta skráða Íslandsmetið í 4x100 skriðsundi í beinum úrslitum kom í dag en tveir riðlar voru í greininni. Sigurvegari fyrri riðilsins, C sveit SH setti því Íslandsmet á tímanum 3:42,86 en sveitina skipuðu þau Predrag Milos, Kolbeinn Hrafnkelsson, Hrafnhildur Lúthersdóttir og Snjólaug Tinna Hansdóttir.
Nánar ...
12.04.2014

Dagur 2 á ÍM50 - Metaregn!

Í morgun hófust undanrásir kl. 10 og og setti Brynjólfur Óli Karlsson, Breiðabliki, drengjamet í 50m baksundi með tímann 29,92. Brynjólfur Óli synti greinina aftur í úrslitum en náði ekki að bæta sig enn frekar. Davíð Hildiberg Aðalsteinsson háði hörkubaráttu við Kristinn Þórarinsson í greininni en sá fyrrnefndi hafði betur með 7/100 úr sekúndu. Í síðustu grein morgunsins, 4x100m fjórsundsboðsu
Nánar ...
11.04.2014

Þrjú met á öðrum hluta ÍM50

Þá er öðrum hluta ÍM50 lokið hér í Laugardalnum og fyrsta Íslandsmetið féll í 6. grein en það gerði Hrafnhildur Lúthersdóttir, SH en hún bætti eigið met í 100m bringu, er hún synti á tímanum 1:08,62 en gamla metið var 1:09,48 frá því á ÍM50 í fyrra. Karlasveit Fjölnis settu nýtt Íslandsmet í 4
Nánar ...
11.04.2014

Fyrsta hluta lokið á ÍM50 í Laugardalslaug

Fyrsti hluti hófst í morgun með 400m skriðsundi. Mótið hefur gengið vel fyrir sig en helstu fréttir eru þær að hin 14 ára Karen Mist Arngeirsdóttir úr ÍRB setti tvö telpnamet í einu og sama sundinu. Hún synti 100m bringusund á mjög góðum tíma, 1:15,66 og bætti þar með 9 ára gamalt met Rakelar Gunnlaugsdóttur úr ÍA en það var 1:16,38. 50m millitíminn var einnig bæting
Nánar ...
10.04.2014

ÍM50 2014 hefst á morgun

Í fyrramálið hefst Íslandsmeistaramótið í 50m laug í Laugardalslaug. Keppni í undanrásum hefst kl. 10 en úrslit kl. 17:30. Mótið er í 6 hlutum og hefst keppni í undanrásum kl. 10 og úrlitum kl. 17:30. Undantekning er á þessu á sunnudeginum þegar úrslitin hefjast kl. 16:30. Í þetta sinn eru um 150 keppendur skráðir frá 12 félögum. Við minnum á tæknifund fyrir þjálfara/fararstjóra sem haldinn verður föstudagsmorgun kl. 8:45 í Pálsstofu (2. hæð í Laugardalslaug). Ólafur Baldurson verður yfirdómari í fyrramálið og sér um fundinn.
Nánar ...
08.04.2014

Heiðarskóli og Holtaskóli Grunnskólameistarar 2014

Í dag fór fram Grunnskólamót SSÍ í sundi 2014 í Laugardalslaug. 19 skólar tóku þátt en keppt var í tveimur flokkum; 5-7. bekk og 8-10. bekk og synt var í 8x25 metra boðsundi með frjálsri aðferð. 17 lið voru í yngri flokknum og 13 í þeim eldri. Fyrst var keppt í undanrásum og komust 8 hröðustu úr hvorum flokki áfram í fyrri undanúrslit. 4 hröðustu af þeim komust svo áfram í seinni undanúrslit og tvær hröðustu sveitirnar kepptu svo í úrslitum í lokin. Mikil stemning myndaðist en um 350 manns voru á pöllunum þegar mest lét. Úrslitin voru eftirfarandi:
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum