Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

07.04.2014

Grunnskólamót í sundi 2014

Það verður mikið fjör í Laugardalslauginni á morgun þar sem Boðsundkeppni Grunskólana mun fara fram. Mótið hefst kl 13.15 og fjöldi skóla sem hafa skráð sig til leiks eru 21. Keppt verður í tveimur aldurslokkum 5.-7. bekk og 8.-10. bekk.
Nánar ...
31.03.2014

Nýtt FINA tímarit

Hér fyrir innan er hlekkur á nýjasta tölublað tímarits FINA, Aquatics World Magazine. Þetta er áhugavert tímarit sem er vert að skoða og njóta.
Nánar ...
28.03.2014

Eygló með Íslandsmet í 200m baksundi

Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Sundfélaginu Ægi setti í dag nýtt Íslandsmet þegar hún synti og sigraði 200m baksund kvenna á Opna danska meistaramótinu í sundi. Hún synti á 2:10,34 en gamla metið var tveggja ára gamalt, 2:10,38
Nánar ...
17.03.2014

Dómaranámskeið í tengslum við Vormót Ármanns

Dómaranámskeið verður haldið í tengslum við Vormót Ármanns. Bókleg kennsla fer fram þann 27. mars og verklega kennsla fer fram helgina 28. – 30. mars. Björn Valdimarsson og Jón Hjaltason sjá um námskeiðið. Nánari upplýsingar veitir : jon.hjaltason@vegagerdin.is eða dmt : dmtnefnd@gmail.com Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig á námskeiðið sendið skráningar á : dmtnefnd@gmail.com
Nánar ...
06.03.2014

EM25 verður í Ísrael í janúar 2015

LEN Evrópska sundsambandið hefur sent frá sér tilkynningu um að næsta Evrópumeistaramót í 25 metra laug verður haldið 15. til 18. janúar 2015 í borginni Netanya í Ísrael. Fréttatilkynning frá LEN er birt hér að neðan í heild.
Nánar ...
03.03.2014

Fréttir af Antoni Sveini McKee í USA - Aðsend grein

Stórkoslegur árangur hjá Antoni Sveini McKee á Suðaustur Háskóladeildinni sem talin er jafnsterkasta deildin í USA. Anton Sveinn McKee hóf nám hjá University of Alabama, Tuscaloosa, Alabama síðastliðið haust ásamt að synda fyrir skólaliðið. Hann er hvað þekktastur fyrir langsund, fimmtánhundruð metra, tvö og fjögur fjór. Í samráði við þjálfara hans færði hann sig yfir í bringusund, styttir greinar ásamt fjórsundum í byrjun október.
Nánar ...
22.02.2014

Stefnumörkunarráðstefna SSÍ gekk vel

- Gögn frá hópavinnu má finna í fréttinni - Fólk úr flestum virkum sundfélögum og deildum mætti til stefnumörkunarráðstefnu SSÍ, sem haldin var í dag. Á formannafundi síðast liðið haust var sátt um að í stað venjulegs formannafundar á árinu milli sundþinga, væri rétt að blása til stefnumótunarráðstefnu til að marka stefnu og markmið næstu 10 ára. Ekki er hægt að segja annað en að þetta hafi tekist vel, 25 manns mættu, skiptu sér í hópa og ræddu starfssemi SSÍ, hvað mætti betur fara og hvað væri vel gert, hvert ætti að halda í einstökum málum og hvaða leið ætti að fara og svo framvegis. Hópurinn skipti sér í þrjá hópa
Nánar ...
28.01.2014

Skrifstofa SSÍ lokuð 28. og 29. janúar

Skrifstofa SSÍ verður lokuð í dag, þriðjudaginn 28. janúar og á morgun, miðvikudaginn 29. janúar vegna funda erlendis. Ef nauðsyn krefur er hægt að hringja í Hörð, formann SSÍ í síma 770-6067 eða senda rafpóst á formadur@sundsamband.is
Nánar ...
24.01.2014

Úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ - hlutur SSÍ 9,8 milljónir

Afrekssjóður ÍSÍ úthlutaði í morgun styrkjum til sérsambanda. Fram kom í máli Lárusar Blöndal forseta ÍSÍ og Andra Stefánssonar sviðsstjóra afrekssviðs ÍSÍ að styrkir Afrekssjósð væru til sérsambanda eingöngu. Styrkjunum væri skipt upp sem styrki fyrir heildarverkefni annars vegar og sem styrki fyrir áætluð verkefni einstaklinga hins vegar. Umsýsla styrkjanna er á höndum sérsambandanna.
Nánar ...
09.01.2014

Frá stjórn SSÍ

Stjórn SSÍ hélt í gærkvöldi reglubundinn fund. Á fundinum var farið yfir starfið undanfarinn mánuð, fjármál og fjáröflun rædd og staðfestar þrjár reglugerðir; Reglugerð um Grunnskólamót SSÍ, Almennar sundreglur SSÍ um skólakeppni og Reglugerð um Íslandsmót félagsliða. Það var farið yfir uppgjör á styrkjum Afrekssjóðs, nýjar umsóknir í sjóðinn og möguleika okkar að auka fræðslu og þjónustu við sundfólk. Landsliðsþjálfari var á fundinum og ræddi framhald á atburðadagatali SSÍ fram yfir næstu áramót og einnig hugmyndafræði í uppbyggingu landsliða á Íslandi. Við áætlum að starfandi þjálfarar muni hittast í tengslum við stefnumörkun SSÍ í febrúar og ræða þessar hugmyndir á breiðum grunni. Á fundinum var farið yfir erindisbréf allra nefnda SSÍ og þau endurstaðfest. Þá var staðfestur listi þeirra sem starfa í nefndum - bæði þeir sem hafa verið og nýjir sem bætast inn. Í tengslum við það staðfestum við þýðingu á sundreglum FINA sem hægt er að finna hér. Smáþjóðaleikar voru ræddir og útnefning lykilfólks staðfest.
Nánar ...
09.01.2014

Ingibjörg í "sumarleyfi"

Framkvæmdastjóri SSÍ, Ingibjörg Helga Arnardóttir er í leyfi í janúar og fram í febrúar. Á meðan gengur Emil Örn Harðarson mótastjóri SSÍ í hennar störf. Símar og rafpóstföng SSÍ eru þeir sömu og áður, aðalnúmer SSÍ er 5144070, farsími 7706066, rafpóstföngin eru sundsamband@sundsamband.is og motamal@sundsamband.is.
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum