Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

04.01.2014

Yfir 100 manns á fræðsludegi SSÍ

Fræðsludagur SSÍ var haldinn í dag í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Yfir 100 manns tóku þátt í deginum sem stóð frá kl. 12:00 til 16:00. Fyrirlesarar voru þrír, þær Helga Sigurðardóttir næringarfræðingur og sundkona, Erla Dögg Haraldsdóttir afrekskona í sundi og Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur og sundkona. Góður rómur var gerður að máli þeirra. Sundsamband Íslands hefur uppi áætlanir að gera fræðsludaga að reglulegum viðburðum á Atburðadagatali sambandsins og einnig er verið að kanna með að útbúa efnið í gagnvirkt margmiðlunarform.
Nánar ...
02.01.2014

Fræðsludagur SSÍ - 4. jan

Næstkomandi laugardag þann 4. janúar býður SSÍ upp á fræðslu fyrir sundmenn sem náð hafa 13 ára aldri og foreldrum þeirra. Við höfum fengið í lið með okkur þrjár frábærar konur sem ætla að halda erindi þennan dag. Þær eru
Nánar ...
31.12.2013

Nýárskveðjur frá SSÍ

Stjórn og starfsfólk Sundsambands Íslands senda öllum velunnurum sundíþrótta á Íslandi góðar kveðjur og óskir um gleðilegt og gifturíkt ár 2014 um leið og við þökkum stuðninginn á liðnum árum. Við minnum á nýárssund SJÓR í Nauthólsvík á Nýársdag, alveg ótrúlega góð byrjun á góðu ári.
Nánar ...
28.12.2013

Anton Sveinn og Eygló Ósk fá viðurkenningu frá ÍSÍ - Krístín Rós fær sæti í Heiðurshöllinni

Anton Sveinn Mckee og Eyglól Ósk Gústafsdóttir fengu í kvöld viðurkenningu frá ÍSÍ á hófi sem haldið er til að útnefna Íþróttamann ársins. Hófið var haldið í Gullhömrum og þar voru mættir allir þeir íþróttamenn og konur sem sérsambönd ÍSÍ og sérnefndir útnefndu sem íþróttamenn og íþróttakonur sinna íþróttagreina. Eygló Ósk var fjarri góðu gamni þar sem hún var við keppni í Frakklandi en í hennar stað tók Kristrún systir hennar við viðurkenningunni. Þá var Kristín Rós Hákonardóttir sundkona úr Fjölni/ÍFR tekin inn í Heiðurshöll ÍSÍ, en hún er sú sjöunda sem hlýtur þann heiður. Í hófinu var lið ársins útnefnt, Karlalandslið Íslands í knattspyrnu og þjálfari ársins Alfreð Gíslason þjálfari í Þýskalandi ásamt Íþróttamanni ársins Gylfa Þór Sigurðssyni knattspyrnumanni hjá Tottenham í Englandi. Ýmsar skoðanir koma fram árlega á vali Íþróttamanns ársins. Í þeirri umræðu koma oft fram eðlilegar efasemdir um aðferðafræði valsins, en ekki síður óviðurkvæmilegar fullyrðingar sem fyrst og fremst eru til þess fallnar að rýra orðstýr þess íþróttamanns sem nafnbótina hlýtur. Það segir sig sjálft að við viljum ekki vera hluti af neikvæðri umræðu gagnvart íþróttafólki, en hins vegar er sundhreyfingin tilbúin til samræðna um aðferðafræði á vali ársins á íþróttamanni, þjálfara og liði ársins ef hún fer fram á málefnanlegum forsendum. Hófið sem haldið er, er annars vegar lokahóf Samtaka Íþróttafréttamanna og hins vegar hóf sem ÍSÍ heldur til að gera upp íþróttir á almanaksárinu gagnvart sínum sérsamböndum. Ólympíufjölskyldan er aðalstyrktaraðili hófsins, en hana skipa Icelandair, Íslandsbanki og Valitor.
Nánar ...
27.12.2013

Bannlisti WADA 2014

Nú um áramótin tekur gildi nýr og uppfærður bannlisti Alþjóða lyfjaeftirlitsins (WADA) - frétt tekin af heimasíðu ÍSÍ
Nánar ...
24.12.2013

Gleðileg jól

Stjórn og starfsfólk Sundsambands Íslands sendir landsmönnum öllum jólakveðjur.
Nánar ...
24.12.2013

Eygló Ósk og Anton Sveinn sundfólk ársins 2013

Í samræmi við samþykkt stjórnar SSÍ 4. desember 2013 og fyrri samþykktir SSÍ um val á sundfólki ársins er ljóst að Eygló Ósk Gústafsdóttir, Sundfélaginu Ægi, er sundkona ársins 2013 og Anton Sveinn Mckee, Sundfélaginu Ægi, er sundmaður ársins 2013. Eftirfarandi viðmið gilda fyrir valið: a) FINA stig úr bestu grein sundfólksins úr báðum brautarlengdum voru vegin saman b) Árangur sundfólksins á Íslandsmeistaramótum í báðum brautarlengdum var metinn miðað við úrslit greina. c) Íslandsmet í báðum brautarlengdum voru metin. d) Staðsetning á heimslista í 17. desember 2013 í báðum brautarlengdum var athuguð og metin með. e) Þátttaka og árangur í landsliðsverkefnum var metinn. Annars vegar var veginn fjöldi verkefna og hins vegar úrslit greina og í hvaða sæti sundfólkið lenti í greinum sínum. f) Ástundun sundfólksins var metin. g) Íþróttamannsleg framganga sundfólksins var metin. Eygló Ósk Gústafsdóttir er 18 ára í Sundfélaginu Ægi. Hún stundar nám í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti og nýtur A-styrks Afrekssjóðs ÍSÍ. Hún fékk 861 Fina stig fyrir 100 metra baksund á Danish Open í mars sl og 820 Fina stig fyrir 200 metra baksund á ÍM25 2013. Hún synti 5 greinar á ÍM50 og sigraði í 4 og synti síðan 6 greinar á ÍM25 og sigraði í þeim öllum. Eygló setti 8 Íslandsmet á árinu, í 25 metra laug bætti hún metin í 400m fjórsundi, 200m baksundi, 200m fjórsundi og fjórbætti metið í 100m baksundi. Í 50 metra laug bætti hún metið sitt í 200m baksundi. Hún kemur inn á heimslista í 25 metra laug í 24. sæti í 200 metra baksundi og nr. 45 í sömu grein í 50 metra laug. Eygló Ósk tók þátt í Smáþjóðaleikum í Lúxemborg 2013, var afar öflug þar og sigraði nánast allar sínar greinar, keppti á HM50 í Barcelona en þar náði hún ekki markmiðum sínum og keppti svo á EM25 í Danmörku þar sem hún stóð sig mjög vel náði í tvígang inn í úrslit og lenti í 7. Sæti í 200 metra baksundi. Eygló Ósk er reglusöm og dugleg þegar kemur að æfingum, fylgir leiðsögn og mætir vel. Hún er kappsöm og lætur sjaldan utanaðkomandi truflun hafa áhrif á sig. Húnhefur þroskast mjög mikið sem afreksíþróttakona á síðustu tveimur árum og gætir vel að sér í samskiptum við aðra, hvort sem er samherja eða móherja. Anton Sveinn Mckee er í Sundfélaginu Ægi. Hann stundar nú nám í The University of Alabama í Bandaríkjunum og er á styrk þar vegna sundiðkunnar. Hann nýtur B- styrks Afrekssjóðs ÍSÍ. Hann fékk 830 Fina stig fyrir 200 metra bringusund á HM50 2013 og 841 Fina stig fyrir 1500 metra skriðsund á HM25. Anton sigraði allar greinar sínar á ÍM50 2013 en tók ekki þátt í ÍM25 2013. Hann setti samtals 4 Íslandsmet á árinu. Í 50 metra laug, 400m fjórsund og 400m skriðsund og í 25 metra laug, 800m skriðsund og 1500m skriðsund. Hann kemur inn á heimslista í 25 metra laug nr. 50 í 1500 metra skriðsundi og í 50 metra laug nr. 121 í 800 metra skriðsundi. Anton Sveinn tók þátt í Smáþjóðaleikum í Lúxemborg 2013 og stóð sig afarvel á þeim leikum, var langoftast í fyrsta sæti í sínum greinum. Hann keppti einnig á Heimsmeistaramótinu í Barcelona og sýndi þar áræðni og dug. Hann er duglegur og metnaðarfullur, hvort sem er á æfingum eða í keppni. Hann mætir vel á æfingar og tekur leiðsögn, lagar sig vel að aðstæðum, sýnir íþróttamannslega hegðun hvar sem hann kemur og er leiðtogi í hópnum.
Nánar ...
15.12.2013

EM25 lokið - Eygló sjöunda

Eygló Ósk Gústafsdóttir synti 200m. baksund á 2:06,68 mín. aðeins 7/100 úr sek. frá þriggja vikna gömlu Íslandsmeti sìnu og varð í 7. sæti, mjög vel gert hjá Eygló Ósk sem var skráð inn á mótið með 10. besta tímann.
Nánar ...
15.12.2013

Eygló í úrslit í 200m baksundi á EM25

Undanrásir síðasta dags á EM25 í Herning fóru fram í morgun. Eygló Ósk Gústafsdóttir synti 200m. baksund á 2:08,49mín. og varð 7. inn í úrslit og syndir hún í úrslitum kl. 16:43 (ísl. timi) Daníel Hannes Pálsson synti fínt 200m. skriðsund, synti á 1:52,89mín. sem er einungis 24/100úr sek. frá besta tíma hans. Kristinn Þórarinssson synti 200m. bringusund á 2:18,36 mìn. Kristinn byrjaði vel en hélt ekki nægilega vel út og náði ekki að bæta tíma sinn.
Nánar ...
14.12.2013

Íslandsmet í blönduðu boðsundi á EM

Landssveitin okkar á EM25 setti í dag Íslandsmet í 4x50m. skriðsundi blandaðra sveita 1:39,68mín. Alexander Jóhannesson synti 1. sprett glæsilega á 22,79sek. (bæting um 24/100úr sek. frá fimmtudeginum) Alexander er aðeins 1/2sek frá Íslandsmeti Árna Más Árnasonar frá 2009 (22,29sek.) Eygló Ósk 25,98sek. Kristinn 23,48sek. Inga Elín 27,54sek. 1:39,78mín. Inga Elín Cryer synti 400m. skriðsund á
Nánar ...
14.12.2013

Eygló Ósk 8. í 100m baksundi á EM

Eygló Ósk synti frábært sund í 100m baksundi í úrslitunum í kvöld þegar hún endaði í 8. sæti á tímanum 59,39. Þetta er næst besti tíminn hennar frá upphafi í greininni. Eygló varð með þessu fyrsta íslenska konan til að synda í úrslitum á Evrópumeistaramóti. Hér má líta árangur frá undanrásunum í morgun. Kristinn synti 50m baksund á tímanum 25,64 og Kolbeinn
Nánar ...
12.12.2013

EM25 í Herning hófst í morgun

Evrópumeistaramótið í 25m laug hófst í Herning í Danmörku í morgun. Sex sundmenn keppa fyrir Íslands hönd á mótinu að þessu sinni sem er mjög sterkt í ár. Keppt er í undanrásum, undanúrslitum og úrslitum. Undanrásir hófust í morgun og setti Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ægi meðal annars Íslandsmet í 100m baksundi þegar hún synti á 59,26 í undanúrslitum. Tíminn dugði henni 8. sætið inn í úrslit sem hefjast seinni partinn á morgun. Gamla metið hennar var 59,42 frá því á ÍM25 fyrir rúmum tveimur vikum. Fyrr um daginn hafði Eygló synt í undanrásum á tímanum 59,96. Inga Elín Cryer, Ægi synti 200m flugsund í undanrásum á tímanum 2:19,47. Kristinn Þórarinsson, Fjölni synti 200m baksund á 2:00,30 og Daníel Hannes Pálsson synti 400m skriðsund á 3:57,26. Eygló synti einnig 200m fjórsund á tímanum 2:15,48. Alexander Jóhannesson, KR synti svo 50m skriðsund á 23,04 og var það bæting á hans besta tíma. Karlasveit Íslendinga synti svo í 4x50m fjórsunds boðsundi á tímanum 1:42,52. Sveitina skipuðu þeir Kolbeinn Hrafnkelsson SH, Kristinn, Daníel og Alexander.
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum