Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

28.07.2017

Sumarlokun skrifstofu

Skrifstofa Sundsambandsins verður lokuð frá og með föstudeginum 28. júlí til og með fimmtudeginum 17. ágúst. Tölvupóstum verður svarað eftir getu.
Nánar ...
27.07.2017

Þrjár sundkonur á HM50

Þrjár af okkar frábæru sundkonum taka nú þátt í HM50 í Búdapest. Þær standa sig alveg súper vel og nú þegar eitt Íslandsmet fallið en Ingibjörg Kristín setti met í 50m baksundi í gær. Bryndís Rún keppir í 50m flugsundi á morgun föstudag og á laugardaginn keppir Hrafnhildur í 50m bringusundi og Ingibjörg Kristín í 50m skriðsundi. SSÍ hefur fengið frábærar myndir frá einum vini okkar(simone)sem staddur er í Búdapest og langar okkur að leyfa ykkur að njóta þeirra líka!
Nánar ...
27.07.2017

Bryndís náði góðum árangri í 100m skriðsundi

Bryndís Rún Hansen synti 100m skriðsund á 0:56,11mín. og varð í 30 sæti af 79 keppendum. Bryndís var skráð inn með 37. besta tímann og endar 30. sæti. Besti tími Bryndísar er 55,98mín. frá því á Smáþjóðaleikum 2015. Íslandsmetið á Ragnheiður Ragnarsdóttir 0:55,66mín. sett í Reykjanesbæ 2009. Synda þurfti á hraðar en 0:54,49mín. til að komast í undanúrslit.
Nánar ...
24.07.2017

Íslandsmótið í víðavatnssundi - Skráning

Íslandsmótið í víðavatnssundi verður haldið í Nauthólsvík miðvikudaginn 2​6. júlí. Mótið er haldið af Coldwater á Íslandi í samstarfi við Sundsamband Íslands og Securitas. Fyrirkomulag keppni er óbreytt frá því í fyrra. Keppt er í 1 km, 3 km og 5 km sundum. Lengdarflokkar skiptast svo niður í karla og kvennaflokka. Sérflokkar eru fyrir keppendur í sérstökum búningum.
Nánar ...
22.07.2017

Dagskrá Íslendinganna á HM

HM í sundi hefst á morgun í Búdapest í Ungverjalandi. Þær Bryndís Rún Hansen, Hrafnhildur Lúthersdóttir og Ingibjörg Kristín Jónsdóttir synda fyrir Íslands hönd á mótinu. Dagskráin er sem hér segir: Sun, 23.7., kl. 9.30 Bryndís Rún Hansen, 100m flug Mán, 24.7., kl. 10.00 Hrafnhildur Lúthersdóttir, 100m bringa
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum