Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

14.12.2017

Íslenska sveitin synti 4x50m fjórsund

Íslenska boðsundssveitin í 4x50m fjórsundi blönduðum kynjum synti í fyrri riðlinum í undanrásum nú rétt í þessu. Sveitin synti á 1:45,45 og i 19. sæti. Síðasti tími inn í úrslit var 1:40,23. Sveitina...
Nánar ...
14.12.2017

Ingibjörg Kristín bætti sig í 50m flugsundi

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir hóf keppni á Evrópumeistaramótinu í 25m laug nú í morgun þegar hún synti 50m flugsund í undanrásum. Hún synti á 27,17 sek og bætti sig þar um 23/100 úr sekúndu en hún...
Nánar ...
13.12.2017

Hrafnhildur fimmta í úrslitum á EM 25 2017

Hrafnhildur varð rétt í þessu í fimmta sæti á EM 25 í Kaupmannahöfn og jafnaði Íslandsmetið sitt sem hún setti fyrir 1.klst síðan. Glæsilegur árangur hjá Hrafnhildi og frábær bæting hjá henni í dag!
Nánar ...
13.12.2017

Hrafnhildur í úrslit á nýju Íslandsmeti

Fyrsti úrslitahlutinn er nú í gangi á Evrópumeistaramótinu í 25m laug í Kaupmannahöfn. Hrafnhildur Lúthersdóttir er fulltrúi okkar Íslendinga í þessum hluta en hún synti 50m bringusund í morgun á nýju Íslandsmeti 30,20 sek, sem var sjötti besti tíminn inn í undanúrslitin í greininni sem var að ljúka. Hrafnhildur bætti um betur því hún synti á 30,03 sek og bætti metið frá því í morgun um 17/100 úr sekúndu! Hún varð þriðja í sínum riðli og með sjötta hraðasta tíma inn í úrslit sem verða seinna í dag!
Nánar ...
12.12.2017

EM25 í Köben - 6 íslenskir keppendur

Evrópumeistaramótið í 25m laug hefst á morgun, miðvikudaginn 13. desember í Kaupmannahöfn. Mótið er haldið í Royal Arena tónleikahöllinni en sundlauginni er komið fyrir á uppbyggðum palli á miðju gólfinu. Danir hafa lagt mikið í umgjörð og skipulagningu mótsins og því von á að mótið verði allt hið glæsilegasta.​
Nánar ...
05.12.2017

Að loknu Norðurlandameistaramóti

Um síðustu helgi fór fram Norðurlandameistaramót í sundi. Mótið var að þessu sinni haldið á Íslandi í Laugardalslaug og tókst mjög vel. Keppt var í eldri flokki 18 ára og eldri karlar og 17 ára og eldri konur. Einnig var keppt í unglingaflokki. Mótið er sett upp sem stigakeppni milli landa. Ísland náði fjórða sæti í opnum flokki og sjötta sæti í unglingaflokki. Íslenska liðið stóð sig vel, allir einstaklingar þar lögðu sig fram um að ná sínu besta og liðsandinn var mjög góður.
Nánar ...
03.12.2017

Danir og Finnar Norðurlandameistarar

Norðurlandameistaramótinu í sundi lauk fyrr í kvöld. Mótið var haldið í Laugardalslaug með rúmlega 200 þátttakendum frá 9 löndum. Íslenska liðið átti nokkra einstaklinga í úrslitum í kvöld og fjórar boðsundssveitir en hér fyrir neðan má sjá hvernig þeim gekk.
Nánar ...
02.12.2017

Þrjú íslensk brons í úrslitum í dag

Öðrum úrslitahluta NM 2017 var rétt í þessu að ljúka. Íslendingar hlutu 3 bronsverðlaun til að bæta við gullið hans Davíðs í gær. Úrslit okkar fólks í kvöld: Bryndís Bolladóttir komst á pall í 100m skriðsundi þegar hún varð þriðja á tímanum 56,92. Inga Elín Cryer synti 100m flugsund á 1:03,60 og hafnaði í 5. sæti. Ágúst Júlíusson synti 100m flugsund 54,63 og endaði í 4. sæti.
Nánar ...
02.12.2017

Úrslit annars dags á NM - 7 íslendingar og boðsund

Innan skamms hefst annars úrslitahluti Norðurlandameistaramótsins í sundi í Laugardalslaug. Íslendingar eiga þar 7 keppendur auk boðsundssveita í 4x200m skriðsundi.​ Mikil og góð stemning myndaðist í úrslitunum í gær og heldur áfram í dag. Sundin sem íslenska sundfólkið syndir til úrslita eru eftirfarandi:​
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum