Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

22.07.2017

Dagskrá Íslendinganna á HM

HM í sundi hefst á morgun í Búdapest í Ungverjalandi. Þær Bryndís Rún Hansen, Hrafnhildur Lúthersdóttir og Ingibjörg Kristín Jónsdóttir synda fyrir Íslands hönd á mótinu. Dagskráin er sem hér segir: Sun, 23.7., kl. 9.30 Bryndís Rún Hansen, 100m flug Mán, 24.7., kl. 10.00 Hrafnhildur Lúthersdóttir, 100m bringa
Nánar ...
11.07.2017

Þrjár sundkonur á HM50 og þrír sundmenn á EYOF

Sundsamband Íslands sendir þrjá keppendur á Heimsmeistaramótið í sundi, sem fram fer í Búdapest, Ungerjalandi, dagana 23. – 30.júlí 2017. Það eru þær Bryndís Rún Hansen, sem keppir í 50 metra og 100 metra flugsundi og 100 metra skriðsundi, Ingibjörg Kristín Jónsdóttir sem keppir í 50 metra skriðsundi og 50 metra baksundi og Hrafnhildur Lúthersdóttir sem keppir í 50 metra og 100 metra bringusundi. Þau Jacky Pellerin landsliðsþjálfari, Unnur Sædís..........
Nánar ...
10.07.2017

Adele stóð sig vel á NÆM

Adele Alexandra Pálsson úr SH stóð sig vel á Norðurlandameistaramóti Æskunnar, en það kláraðist í gær í Færeyjum. Adele lenti í öðru sæti í 800m skriðsundi á tímanum 9:45,03 í fyrsta hluta mótsins. Í öðrum hluta synti hún 200m skriðsund á 2:17,61 og hafnaði þar í 12. sæti. Í þriðja
Nánar ...
07.07.2017

ÍM í víðavatnssundi fært til 26. júlí

Atburðadagatalið okkar hefur verið uppfært en nokkrar minni lagfæringar urðu á skjalinu. Það ber þó að tilkynna það að Íslandsmótið í Víðavatnssundi, sem sett var á miðvikudaginn 12. júlí hefur verið fært til
Nánar ...
06.07.2017

Adele og Mladen á NÆM í Færeyjum

Í fyrramálið halda þau Adele Alexandra Pálsson og Mladen Tepavcevic úr SH utan til að taka þátt á Norðurlandameistaramóti Æskunnar í Færeyjum. Mótið er í þremur hlutum og hefst á laugardagsmorgun en keppni hefst kl.12 að íslenskum tíma​. Adele keppir í 800m, 400m og 200m skriðsundi og sem fyrr segir fylgir Mladen henni sem þjálfari. Hægt er að nálgast dagskrá, úrslit og keppendalista mótsins hér
Nánar ...
28.06.2017

EMU 2017 í Netanya í Ísrael

EMU 2017 var sett í dag í Netanya í Ísrael. Katarína Róbertsdóttir mun keppa fyrir Íslands hönd að þessu sinni en einnig hafði Karen Mist Arngeirsdóttir náð lágmörkum á mótið en forfallaðist nú á dögunum og getur því miður ekki tekið þátt í mótinu.
Nánar ...
28.06.2017

Snæfríður Sól að gera það gott í Danmörku

Snæfríður Sól Jórunnardóttir (fd. 2000) keppti á Danska unglingameistaramótinu í 50m laug nú um helgina. Snæfríður Sól Jórunnardóttir varð danskur unglingameistari í stúlknaflokki 15-17 ára í 200m skriðsundi þegar hún synti á 2:03,19mín. og var einungis 11/100 úr sek. frá stúlknameti Eyglóar Óskar Gústafsdóttur frá 2012.
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum