Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

25.06.2017

Sundfélag Hafnarfjarðar aldursflokkameistarar 2017

Aldursflokkameistaramóti Íslands, AMÍ 2017, lauk fyrr í dag og var það Sundfélag Hafnarfjarðar sem stóðu uppi sem sigurvegarar. Stigakeppnin var gífurlega spennandi allt mótið og nánast alltaf innan við 30 stig á milli tveggja efstu liðanna. Endaði keppnin þannig að einungis 6 stig skildu toppliðin að. Eftir að keppni lýkur á AMÍ kemur lokahóf en þar gera keppendur, þjálfarar og fylgdarfólk vel við við sig í mat og drykk eftir krefjandi helgi í lauginni. Þar eru einnig afhentar hinar ýmsu viðurkenningar, m.a. fyrir stigahæsta sundfólkið í aldursflokkum og auðvitað AMÍ bikarinn sjálfur.
Nánar ...
24.06.2017

Stúlknamet á öðrum degi AMÍ 2017

Annar dagur á Aldursflokkameistaramóti Íslands 2017 í Laugardalslaug er að lokum kominn. Mörg spennandi sund voru synt og er stigakeppnin enn meira spennandi því einungis munaði 1 stigi á tveimur efstu liðunum, þegar staðan var tekin rétt fyrir boðsundin í lokin. Eftir 29 greinar af 41 eru stigin svohljóðandi:
Nánar ...
23.06.2017

Sveinamet á fyrsta degi AMÍ 2017

Fyrsta degi AMÍ lauk nú rétt í þessu í Laugardalslaug og ekki annað hægt að segja en að stemningin hafi verið frábær. Eitt sveinamet féll í 4x50m skriðsundi þegar sveinasveit SH synti og sigraði greinina á 2:06,79. Sveitina skipuðu þeir Birnir Freyr Hálfdánarson, Bergur Fáfnir Bjarnason, Veigar Hrafn Sigþórsson og Snorri Dagur Einarsson. Gamla metið átti sveit Sundfélags Akraness, 2:07,27 en það var sett fyrir 14 árum síðan í Hafnarfirði.
Nánar ...
23.06.2017

AMÍ 2017 hafið

Aldursflokkameistaramót Íslands hófst rétt í þessu í Laugardalslaug. Mótið í ár er haldið í samstarfi við Sundfélagið Ægi og stendur yfir til sunnudagskvölds, þegar krakkarnir hittast á lokahófi á Hótel Hilton. Í ár eru 274 keppendur skráðir til leiks frá 14 félögum. Upplýsingar um mótið má finna á AMÍ mótasíðunni okkar, sem og á heimasíðu Ægis.
Nánar ...
02.06.2017

Smáþjóðaleikum lokið með landsmeti

Síðasta keppnishlutanum á Smáþjóðaleikunum er nú lokið. Synt var í beinum úrslitum í greinum dagsins. Hrafnhildur Lúthersdóttir bætti í gullsafnið sitt þegar hún sigraði 400m fjórsund kvenna á tímanum 4:55,05. Sunneva Dögg Robertson synti á 5:07,43 sem dugði henni í 4. sæti. Viktor Máni Vilbergsson synti 400m fjórsund á 4:49,89 og hafnaði í 5. sæti.
Nánar ...
01.06.2017

Þriðji dagur á Smáþjóðaleikum

Nú fyrr í dag kláraðist næstsíðasti úrslitahluti Smáþjóðaleikanna í San Marino. Samatekt á árangri íslenska sundfólksins má lesa hér að neðan. Bryndís Rún Hansen byrjaði vel en hún sigraði 50m skriðsund á tímanum 26,22 sek og var 12/100 á undan Kalia Antoniou frá Kýpur sem varð önnur. Aron Örn Stefánsson synti einnig 50m skriðsund en hann endaði fjórði á
Nánar ...
31.05.2017

Átta medalíur á öðrum degi í San Marínó

Hér er samantekt eftir annan dag á Smáþjóðaleikunum í San Marínó. Eygló Ósk Gústafsdóttir hóf úrslitahlutann líkt og í gær og sigraði 100m baksund ​á tímanum 1:01,67 - rúmlega 2,5 sek á undan öðru sætinu. Karlamegin synti Davíð Hildiberg Aðalsteinsson á tímanum 57,50 sek og endaði í þriðja sæti. Kristinn Þórarinsson synti sam
Nánar ...
30.05.2017

Sjö sundmedalíur á fyrsta degi Smáþjóðaleika

Smáþjóðaleikarnir hófust í morgun í San Marínó. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum og annarsstaðar var ferðalagið alls ekki auðvelt og fyrstu keppendur áttu að synda einungis 7 tímum eftir að hafa mætt​ á keppnisstað. Þetta hefur þó ekki haft of mikil áhrif á okkar frábæra sundfólk því uppskeran var góð í dag.
Nánar ...
29.05.2017

Ævintýraferð á Smáþjóðaleikana í San Marínó

Landslið Íslands í sundi og körfubolta eru búin að vera tæpa tvo sólarhringa í óvissuferð um hluta Evrópu. Hópurinn átti bókað flug frá London í gær til Bologna en vegna bilunar í tölvukerfi hjá British Airways var því flugi aflýst.
Nánar ...
16.05.2017

Góð helgi á Djúpavogi

Hrafnhildur Lúthersdóttir og Aron Örn Stefánsson sóttu heim Djúpavog um helgina og voru með fræðslu á Sundakademíunni. Gestirnir náðu góðu sambandi við sundfólkið sem mætti, en Sundakademían er sótt af sundfólki af öllu Austurlandi. Þau Hrafnhildur og Aron Örn eru góðar fyrirmyndir og samkvæmt fréttum að austan finna félögin þar strax fyrir aukningu í sundi eftir þessa velheppnuðu heimsókn.
Nánar ...
13.05.2017

Ársþingi LEN 2017 lokið

Nú um helgina fór fram ársþing Evrópska sundambandsins, LEN, í Marseille í Frakklandi. Líkt og áður hittust meðlimir Norræna sundsambandsins, NSF, á fundi fyrir þingið til að stilla saman strengi og læra af hvort öðru. Þá var einnig farið yfir
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum