Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

08.04.2017

Eitt meyjamet á fyrsta degi ÍM50

Íslandsmeistaramótið í 50m laug hófst í gær í Laugardalslaug. Undanrásir voru syntar um morguninn og seinnipartinn fóru svo fram úrslit. Þær greinar sem syntar voru í gær voru 50m skriðsund, 400m skriðsund, 100m bringusund, 200m baksund, 100m flugsund, 4x50m blandað fjórsund og 4x200m skriðsund. Eitt meyjamet var sett en það var Eva Margrét Falsdóttir úr ÍRB sem bætti eigið met
Nánar ...
06.04.2017

ÍM50 2017 - Bein úrslit

Þá er komið að því, ÍM50 2017 hefst í fyrramálið þegar fyrstu konurnar stinga sér til sunds í undanrásum í 50m skriðsundi. Keppnin fer fram í Laugardalslaug og eru nú 155 keppendur skráðir til leiks frá 11 félögum. Mótið er hluti af Meistaradögum RÚV og verða þau með beina útsendingu frá úrslitahluta morgundagsins. Upplýsingasíða ÍM50 2017 Linkur á bein úrslit mótsins
Nánar ...
31.03.2017

Víðistaðaskóli og Hagaskóli grunnskólameistarar 2017

Í gær fór Boðsundskeppni grunnskólanna fram í Laugardalslaug. Mótið hefur vaxið hratt milli ára en í þetta skiptið voru 64 sveitir skráðar til leiks. Í hverri sveit eru 8 sundmenn og því rúmlega 500 grunnskólanemar sem mættu til leiks. Óhætt er að segja að mikið stuð myndaðist á bakkanum en þrátt fyrir örlitlar tafir og vandræði í nýja tæknibúnaðinum gekk mótið gríðarlega
Nánar ...
29.03.2017

Boðsundskeppni grunnskóla á morgun fimmtudag 30.mars

Nú styttist í Boðsundskeppni grunnskólanna sem verður haldin á morgun fimmtudaginn 30. mars. 2017 í Laugardalslaug. Nú þegar hafa 34 skólar skráð sig til leiks sem er frábært og erum við með 528 keppendur sem eru aðeins fleiri en í fyrra! Við ætlum að hefja keppni kl 10, mæting fyrir upphitun er 9.30. Við áætlum að keppni verði lokið milli kl 11:30 – 12:00
Nánar ...
26.03.2017

Guðmundur Þorbjörn Harðarson heiðursfélagi í SSÍ

Sundþing samþykkti nú um helgina að Guðmundur Þorbjörn Harðarson yrði gerður að heiðursfélaga í Sundsambandi Íslands. Áður hafa Ásgeir Ásgeirsson forseti Íslands og Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands verið útnefndir heiðursfélagar sambandsins.
Nánar ...
26.03.2017

Anton Sveinn stóð sig vel á NCAA

Anton Sveinn McKee úr Ægi keppti í síðasta skipti fyrir háskólann sinn í Alabama en þar hefur hann stundað nám og æfingar síðastliðin fjögur ár. Mótið sem Anton synti á er NCAA en það er lokamót háskólaraðarinnar í Bandaríkjunum. Mótið var firnasterkt í ár en þar voru m.a. rúmlega 40 Ólympíufarar. Anton synti 200 yarda fjórsund þar sem hann var rétt við sitt besta en var því miður dæmdur úr leik. Þá fór hann
Nánar ...
25.03.2017

62. sundþingi lokið

Í dag lauk 62. sundþingi Sundsamband Íslands. Þingstörf gengu vel, mikill einhugur var í þingfulltrúum við afgreiðslu tillaga og ljóst að allir voru þar mættir með hag sundhreyfingarinnar í fyrirrúmi. Á sundþingi fer fram kosning til stjórnarsetu en ný stjórn sem tekur til starfa skipast af eftirtöldum einstaklingum:
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum