Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

04.12.2016

HM 2016 í Kanada

Næsta þriðjudag 6. desember hefst Heimsmeistaramót í sundi - í 25 metra braut. Íslensku keppendurnir eru mættir til Windsor í Kanada ásamt landsliðsþjálfara, sjúkraþjálfara og liðstjóra. Einnig verður einn íslenskur dómari á mótinu. Þau Aron Örn...............
Nánar ...
23.11.2016

HM25 og NM farar

Nýafstaðið Íslandsmeistaramót var síðasta tækifæri íslensks sundfólks til þess að ná lágmörkum á Heimsmeistaramótið í 25m laug og Norðurlandameistaramótið. HM25 verður haldið í Windsor í Kanada dagana 6-11. desember og NM er haldið í Kolding í Danmörku dagana 9-11. desember. Þeir sem fara á HM eru:
Nánar ...
20.11.2016

Íslandsmet hjá ÍRB og HM lágmark hjá Kristófer

Nú rétt í þessu lauk Íslandsmeistaramótinu í 25m laug. Mörg flott sund hafa verið synt hér í Ásvallalaug um helgina og góður árangur náðst. A-sveit ÍRB setti Íslandsmet í 4x100m fjórsundi karla þegar þeir Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Árni Már Árnason, Þröstur Bjarnason og Kristófer Sigurðsson syntu á 3:43,22 og bættu ársgamalt
Nánar ...
20.11.2016

Kolbeinn synti undir HM lágmarki í gær

Fjórir sundmenn syntu undir HM lágmarki á ÍM25 í gær og þar á meðal var Kolbeinn Hrafnkelsson úr SH að ná sínu fyrsta lágmarki á mótið sem haldið verður í Windsor í Kanada í næsta mánuði. Kolbeinn synti 50m baksund á tímanum 25,27 en lágmarkið í greininni er 25,85. Kristinn Þórarinsson úr ÍBR sigraði greinina en hann hafði þegar náð lágmarki í greininni.
Nánar ...
20.11.2016

2 Íslandsmet í 4x100m skriðsundi blandaðra sveita

Tvö Íslandsmet voru sett í 4x100m skriðsundi í blönduðum flokki á ÍM25 í morgun. Synt var í tveimur riðlum og setti liðið sem fljótast var í bakkann í fyrri riðlinum fyrsta Íslandsmet greinarinnar. Það var B-sveit SH sem synti á tímanum 3:58,40. Sveitina skipuðu þau Jökull Ýmir Guðmundsson, Kári Sölvi Nielsen, María Fanney Kristjánsdóttir og Sunna Svanlaug Vilhjálmsdóttir.
Nánar ...
20.11.2016

Stúlknamet SH á ÍM25

Í gær láðist að nefna það að sveit SH í 4x100m fjórsundi kvenna hafi slegið aldursflokkamet í úrslitahlutanum. Sveitin setti stúlknamet í greininni er þær lentu í öðru sæti á tímanum 4:24,35 og bættu eldra met ÍRB um
Nánar ...
19.11.2016

ÍM25 dagur 2 - 4 Íslandsmet og 1 meyjamet

Nú rétt í þessu lauk öðrum degi Íslandsmeistaramótsins í 25m laug í Ásvallalaug í Hafnarfirði og var árangurinn góður. Í morgun voru tvö Íslandsmet sett, bæði í 4x100m fjórsundi í blönduðum flokki. Keppt var í tveimur riðlum og þar sem það hefur aldrei verið skráð Íslandsmet í greininni áður þá setti sigurvegari fyrri riðilsins, B-Sveit Ægis, fyrsta metið í greininni. Þau syntu á tímanum 4:21,24 en sveitina skipuðu þau Kristján Gylfi Þórisson, Hilmir Örn Ólafsson, Jóhanna Gerða Gústafsdóttir
Nánar ...
19.11.2016

Leiðrétting - Kristinn náði 2 HM lágmörkum í gær

Í frétt okkar í gær var tilkynnt að Kristinn Þórarinsson hefði náð einu lágmarki á HM25, sem haldið verður í næsta mánuði í Kanada, í 200m fjórsundi og áður hefði hann náð lágmarki í 200m baksundi Hið rétta er hinsvegar að Kristinn náði lágmörkum í bæði 200m fjórsundi og 200m baksundi á mótinu í gær en á Extramóti SH í lok október náði hann lágmörkum í 50m og 100m baksundi. Þetta leiðréttist hér með.
Nánar ...
15.11.2016

ÍM25 2016 í Ásvallalaug

Dagana 18-20. nóvember nk fer fram Íslandsmeistaramótið í 25 laug í Ásvallalaug í Hafnarfirði í samstarfi við Sundfélag Hafnarfjarðar. Skráning starfsmanna er nú í fullum gangi og gengur þokkalega. En til að halda stórt Íslandsmót þarf margar hendur og því nauðsynlegt að fá fleiri til starfa en hafa þegar skráð sig.
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum