Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

14.09.2016

Þjálfaranámskeið 23.-25 september.

Eins og fram hefur komið þá mun SSÍ standa fyrir þjálfaranámskeiði helgina 23.- 25 september n.k. Vegna sundmóts þessa helgi þá höfum við ákveðið að byrja námskeiðið á föstudeginum 23. september kl 18:00- 21:00 • laugardag 17:00 – 21:00 • sunnudag 12:30 - 18:00 . Kennslan fer fram í húsi ÍSÍ við Engjaveg í laugardalnum í sal E. Farið verður yfir sérgreinahluta eitt hjá SSÍ en það þurfa allir þjálfarara að vera búnir með til að geta tekið sérgreina hluta tvö. Námsefni verður sent til ykkar í tíma fyrir námskeiðið en til að byrja með þá er hægt að skoða þessar upplýsingar á heimasíðu SSÍ : http://www.sundsamband.is/utbreidsla/thjalfaramenntun-ssi/ Það hefur einnig verið ákveðið að halda námskeið á Akureyri helgina 8. – 9. október n.k ef nægileg þátttaka næst. Námskeiðsgjald er 30.000kr, veittur verður afsláttur ef koma fleiri en tveir frá sama félagi. Ingi Þór Ágústsson sundþjálfari með meiru mun kenna þessi námskeið. Vinsamlega sendið mér skráningu með nafni og kennitölu, fyrir mánudaginn 19.september á sundsamband@sundsamband.is það á líka við um námskeiðið á Akureyri.
Nánar ...
06.09.2016

Tokyo 2020 laugardaginn 10.september

Laugardaginn 10.september verður haldinn upplýsingafundur fyrir Tokyo 2020 hópinn, þessi fundur er fyrir það sundfólk sem náði Tokyo lágmörkum á haustönn 2015 og fyrir þau sem náðu lágmörkum á vorönn 2016. Fundurinn hefst kl 11.30 í E- sal á þriðju hæð í húskynnum ÍSÍ.
Nánar ...
05.09.2016

Lágmörk og viðmið 2016-2017

Lágmörk og viðmið fyrir sundárið 2016-2017 eru komin út. Upplýsingarnar má finna hér: http://www.sundsamband.is/sundithrottir/lagmork-og-vidmid/
Nánar ...
02.09.2016

Laugardagurinn 10.september

Laugardaginn 10.september n.k verða haldnir fundir fyrir Tokyo 2020 hóp, formenn og þjálfara í húsakynnum ÍSÍ í Laugardalnum. Dagskráin er sem hér segir:
Nánar ...
24.08.2016

Sundkonurnar komnar heim - Anton byrjaður í skólanum

Sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir komu heim seint í kvöld frá Ríó, eftir að hafa gert góða ferð á Ólympíuleikana. Anton Sveinn Mckee sem einnig keppti í sundi á leikunum er þegar kominn til Bandaríkjanna þar sem hann heldur áfram námi sínu samhliða æfingum. Formaður og varaformaður Sundsambandsins tóku á móti sundkonunum við komuna í Leifsstöð og færðu þeim blómvendi, sem örlítinn þakklætisvott fyrir skemmtunina.
Nánar ...
23.08.2016

Nýtt sundár að hefjast !

Þá er glæsilegum Ólympíuleikum lokið með frábærum árangri okkar sundfólks. Við erum afar stolt af sundfólkinu og óskum þeim enn og aftur innilega til hamingju með árangurinn. Í gær hófst nýtt sundár með fyrsta stjórnarfundi. Hjá SSÍ eru allir spenntir að takast á við nýtt sundár enda virkilega skemmtilegt að hefja það eftir svona góðan árangur í sundi á ÓL 2016. Það var tekin ákvörðun um að halda formanna- og þjálfarafund laugardaginn 10.september n.k og einnig var ákveðið að halda þann dag kynningarfund með þeim krökkum sem tóku þátt í Tokyo 2020 verkefninu á síðasta sundári. Við munum senda út nánari upplýsingar von bráðar. Einnig er verið að leggja lokahönd á lágmörk og viðmið fyrir þetta sundár og verða þau vonandi gefin út í byrjun næstu viku. Þjálfaranámskeið verður haldið í Reykjavík helgina 23.- 25. september n.k og væntanlega verður annað námskeið haldið á Akureyri helgina 30.- 2.okt. Allar nánari upplýsingar eru væntanlegar fljótlega. Endilega takið 10.september frá, við hlökkum til að hitta ykkur kát og hress !
Nánar ...
13.08.2016

Eygló Ósk úr S.f Ægi synti rétt í þessu 200m baksund í úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó og varð áttunda-Glæsilegur árangur !

Eygló Ósk úr S.f Ægi synti rétt í þessu 200m baksund á ÓL í Ríó og endaði í áttunda sæti á tímanum 2.09.44. Þar með lauk Eygló Ósk keppni á ÓL 2016 með glæsilegum árangri. Í gær synti hún 200m baksund á nýju íslandsmeti og Norðurlandameti 2.08.84 Þetta er þriðji besti árangur Íslendings á Ólympíuleikum frá upphafi.
Nánar ...
11.08.2016

Eygló Ósk úr S.f Ægi synti rétt í þessu 200m baksund á ÓL í Ríó og er komin aftur inn í undanúrslit á Ólympíuleikunum hún er tólfta inn í kvöld- Glæsilegur árangur !

Eygló Ósk synti rétt í þessu 200m baksund á ÓL og tryggði sér tólfta sætið inn í undanúrslit í kvöld. Eygló synti á tímanum 2.09.62 sem er rétt við íslandsmetið hennar, 2.09.04. Það verður gaman að fylgjast með Eygló synda aftur í kvöld en RÚV mun sýna frá sundinu um kl 1.30 í nótt. Áfram Ísland
Nánar ...
11.08.2016

Ríó í dag fimmtudag- sundveislan heldur áfram.

Þá hafa Anton Sveinn og Hrafnhildur Lúthersdóttir lokið keppni á Ólympíuleikunum í Ríó með glæsilegum árangri sem þau og allir geta verið virkilega stolt af. Við erum heppin að eiga einn keppenda eftir í sundi á ÓL en það er Eygló Ósk sem mun synda 200m baksund í dag um kl 17:30. Hún syndir í síðasta riðlinum í þeirri grein og það verður gaman að fylgjast með hvort að hún komist í undanúrslit aftur eins og í 100m baksundi.
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum