Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

11.08.2016

Hrafnhildur Lúthersdóttir úr S.f Hafnarfjarðar synti rétt í þessu 200m bringusund í undanúrslitum á ÓL í Ríó og endaði í 11 sæti- Flottur árangur !

Hrafnhildur synti í undanúrslitum rétt í þessu í 200m bringusundi á ÓL á tímanum 2.24.41 og endaði í 11 sæti. Síðasti tími inn í úrslit var 2.22.87 en íslandsmet Hrafnhildar er 2.22.96 sett á EM50 í london í maí. Þá hefur Hrafnhildur lokið keppni í Ríó með frábærum árangri en hún er fyrsta íslenska sundkonan sem kemsti úrslit á Ólympíuleikum.
Nánar ...
09.08.2016

Anton Sveinn úr S.f Ægi synti 200m bringusund á ÓL í Ríó rétt í þessu og var 13/100 frá því að komast inn í undanúrslit- Flottur árangur!

Anton Sveinn var alveg við það að komast inn í undanúrslit í 200m bringusundi á ÓL en hann synti á tímanum 2.11.39, síðasti tími inn í undanúrslit var 2.11.26. Íslandsmet Antons Sveins er 2.10.21 sett í Kazan í ágúst í fyrra. Mjög góður árangur hjá Antoni sem endaði í 18.sæti af 39 keppendum. Anton Sveinn hefur því lokið keppni á Ólympíuleikunum í RÍÓ
Nánar ...
09.08.2016

Hrafnhildur Lúthersdóttir úr S.f Hafnarfjarðar synti rétt í þessu til úrslita í 100m bringusund á Ólympíuleikunum í Ríó og varð í sjötta sæti - Glæsilegur árangur!

Hrafnhildur Lúthersdóttir náði frábærum árangri í 100m bringusundi á ÓL í Ríó rétt í þessu og tryggði sér sjötta sætið í greininni. Þetta er langbesti árangur íslenskrar sundkonu á Ólympíuleikum til þessa! Hrafnhildur synti á tímanum 1.07.18 en íslandsmet hennar er 1.06.45 sett í Kazan í fyrra á HM50. Hrafnhildur mun synda 200m bringusund á miðvikudaginn og verður gaman að fylgjast með því sundi.
Nánar ...
08.08.2016

Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH er komin í úrslit á Ólympíuleikunum í RÍÓ- Þvílíkur árangur!

Hrafnhildur Lúthersdóttir er komin í úrslit á ÓL í Ríó, glæsilegur árangur hjá Hrafnhildi sem skrifaði sig enn og aftur inn í sögubækurnar! Hrafnhildur er númer 7 inn í úrslit, hún synti á betri tíma en fyrr í dag eða á 1.06.71. Íslandsmet hennar er 1.06.45. Hrafnhildur mun því synda annað kvöld til úrslita í 100m bringusundi á Ólympíuleikum en það hefur engin önnur Íslensk sundkona gert áður.
Nánar ...
07.08.2016

Glæsilegur árangur hjá Eygló Ósk og Hrafnhildi í dag í RÍÓ

Sundveislan heldur áfram í RÍÓ. Sundkonurnar Eygló Ósk úr S.f Ægi og Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH skrifuðu sig enn og aftur inn í sögubækurnar með frábærum árangri í sundkeppni Ólympíuleikana í dag. Eygló Ósk varð númer 16 inn í undanúrslit í 100m baksundi á tímanum 1.00.89,íslandsmet hennar er 1.00.25. Hrafnhildur varð númer 9 inn í undanúrslit í 100m bringusundi á tímanum 1.06.81 en íslandsmet hennar er 1.06.45. Þetta er besti árangur íslenskra kvenna í sundkeppni til þessa, það verður gaman að fylgjast með þeim í kvöld en RÚV mun sýna frá sundkeppninni í kvöld. Hrafnhildur syndir kl 01.29 : https://www.rio2016.com/en/swimming-standings-sw-womens-100m-breaststroke en Eygló kl.02.36 : https://www.rio2016.com/en/swimming-standings-sw-womens-100m-backstroke Áfram Ísland
Nánar ...
07.08.2016

Hrafnhildur Lúthersdóttir úr S.f Hafnarfjarðar synti rétt í þessu 100m bringusund á ÓL í Ríó og er níunda inn í undanúrslit. það er besti árangur íslenskrar sundkonu.

Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH er níunda inn í undanúrslit á ÓL 2016 í 100m bringusundi en það er besti árangur Íslenskra sundkonu á ÓL. Þar með hafa Eygló Ósk og Hrafnhildur skrifað sig enn og aftur inn í sögubækurnar með frábærum árangri. Íslandsmet hennar er 1.06.45 en hún synti á tímanum 1.06.81. Það verður gaman að fylgjast með báðum stúlkunum í undanúrslitum kvöld.
Nánar ...
07.08.2016

Eygló Ósk úr S.f Ægi synti rétt í þessu 100m baksund á ÓL í Ríó og er komin í undanúrslit á Ólympíuleikum fyrst Íslenskra kvenna.

Eygló Ósk úr S.f Ægi í Reykjavík synti rétt í þessu 100m baksund á tímanum 1.00.89. Eygló synti sig ínn í undanúrslit sem verða sýnd í kvöld. Það er besti árangur hjá Íslenskri sundkonu til þessa. Eygló Ósk á íslandsmetið í greininni,1.00.25 sett á HM í Kazan í ágúst 2015. Það verður gaman að fylgjast með í kvöld en undanúrslit verða sýnt kl 01.00 á RÚV
Nánar ...
06.08.2016

Anton Sveinn úr S.f Ægi hefur hafið keppni á Ólympíuleikunum í Ríó.

Anton Sveinn Mckee sundmaður úr sundfélaginu Ægi í Reykjavík hóf nú fyrstur Íslendinga keppni á Ólympíuleikunum í Ríó. Hann synti nú rétt í þessu 100m bringusund á tímanum 1.01.84. Anton Sveinn náði ekki inn í undanúrslit endaði í 35 sæti af 46 keppendum. Til að komast í undanúrslit þurfti að synda á tímanum 1.00.13 Íslandsmet hans í greininni er 1.00.53 sem hann setti í Kazan í ágúst 2015. Anton Sveinn syndir 200m bringusund á þriðjudaginn 9.ágúst.
Nánar ...
06.08.2016

Ólympíuleikarnir í Ríó hafnir

Þá er komið að stóru stundinni, Ólympíuleikarnir voru settir í gærkvöldi. Eins og áður hefur komið fram þá eru það sundfólkið Anton Sveinn Mckee, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir sem keppa fyrir hönd Íslands í sundi. Með þeim eru Jacky Pellerin Landsliðsþjálfari, Unnur Sædís Jónsdóttir sjúkraþjálfari, Magnús Tryggvason flokkstjóri og Klaus Jurgen Ohk aðstoðarþjálfari. Anton Sveinn stingur sér til sunds fyrstur keppenda á morgun laugardag í undanrásum í 100m bringusundi og hefst útsending á RÚV kl 16.00. Á sunnudag mun Eygló Ósk keppa í 100m baksundi og Hrafnhildur í 100m bringusundi og RÚV hefur útsendingar alla keppnisdagana kl 16.00 og kl 01.00 eftir miðnætti þegar undanúrslit og úrslit hefjast. Það er skemmtileg og spennandi vika framundan í sundheiminum sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Við hjá SSÍ segjum Áfram Ísland og góða skemmtun !
Nánar ...
28.07.2016

Þýðingarmikið skref í fjármögnun afreksíþrótta á Íslandi

Mjög stórt og þýðingarmikið skref var tekið í dag þegar undirritaður var samningur milli Mennt- og menningamálaráðuneytisins og ÍSÍ um fjármögnun Afrekssjóðs ÍSÍ til næstu þriggja ára. Jafnframt voru undirritaðir þrír aðrir samningar um hækkun á framlögum til reksturs sérsambanda ÍSÍ, til reksturs ÍSÍ og Ferðasjóðs ÍSÍ. Allt eru þetta þýðingarmiklir samningar, eins og menntamálaráðherra Illugi Gunnarsson, komst að orði, en samningurinn um Afrekssjóð er stærstur og breytir mestu fyrir afreksíþróttir á Íslandi. Athöfnin fór fram í garðinum bak við hús ÍSÍ, sérsamböndin höfðu með stuttum fyrirvara kallað til íþróttafólk til að vera viðstatt hana, en Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra undirrituðu samninginn fyrir hönd ríkisins og Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ fyrir hönd ÍSÍ. Þá var forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, viðstaddur og vottaði samninginn ásamt Líneyju Rut Halldórsdóttur framkvæmdastjóra ÍSÍ.
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum