Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

28.05.2016

Ragna bætir sig í 100 skriði og setur garpamet

Ragna María Ragnarsdóttir úr Ægi var að ljúka 100 metra skriðsundi í aldursflokknum 65-69 ára og bætti tímann sinn um rúmar 2 sekúndur þegar hún synti á 2:00,60. Um leið setti hún nýtt íslenskt garpamet en gamla metið hennar var 2:02,61 og var sett árið 2013.
Nánar ...
28.05.2016

Kári setur met í 100 skriði

Kári Geirlaugsson úr ÍA setti áðan nýtt garpamet í 100 metra skriðsundi í aldursflokknum 65-69 ára þegar hann synti á tímanum 1:15,00 sem er veruleg bæting á fyrra meti sem var 1:28,26 og Ingimundur Ingimundarson átti. Kári synti fallegt sund með þéttum tökum og hélt vel út allt sundið. Fínn árangur hjá Kára hér á EM garpa í London.
Nánar ...
28.05.2016

Rémi í 50 flugi

Rémi Spilliart úr Ægi lauk 50 metra flugsundi í aldursflokknum 55-59 á tímanum 35,88, sem er aðeins frá garpameti Guðjóns Guðnasonar en það er 34.32. Rémi var langfyrstur í sínum riðli og lét vel af sér að loknu sundi.
Nánar ...
27.05.2016

Kári með nýtt íslenskt garpamet í 400 skriði

Kári Geirlaugsson úr ÍA setti nýtt íslenskt garpamet í 400 metra skriðsundi hér á EM garpa í London. Hann syndir í aldursflokki 65-69 ára og synti greinina á 6:18,63 sem er mikil bæting á fyrra meti, en það var samkvæmt metaskrá SSÍ 9:50,63. Kári var nokkuð ánægður með sig eftir sundið og sagði það hafa tekist betur en hann þorði að vona.
Nánar ...
27.05.2016

Finni setti nýtt garpamet í 100 bringu

Finni Aðalheiðarson úr Ægi setti nýtt garpamet í 100 metra bringusundi á EM garpa sem fram fer í London þessa vikuna. Hann syndir í aldursflokknum 45-49 ára og synti greinina á 1:20,92 sem er töluvert betra en hann átti fyrir samkæmt metaskrá SSÍ. Gamla metið hans er 1.22,18 sett árið 2014.
Nánar ...
26.05.2016

Finni og Ragna á EM garpa

Finni Aðalheiðarson og Ragna María Ragnarsdóttir hafa nú dýft sér í laugina hér í London. Þau syntu bæði 50 metra bringusund. Finni setti nýtt garpamet í greininni í aldursflokknum 45-49 ára á tímanum 0:35,46. Gamla metið var frá 2014 0:35,70. Ragna synti á tímanum 1:10,33 í aldursflokkinum 65-69 ára sem er eitthvað frá hennar eigin meti sem er 1:06,89.
Nánar ...
26.05.2016

Þórunn Kristín gerði vel í 200 metra skriðsundi

Þórunn Kristín Guðmundsdóttir gerði vel í 200 metra skriðsundi og synti á tímanum 2:56,94 sem er nýtt islenskt garpamet í hennar aldursflokki 45-49 ára. Gamla metið átti Hrund Baldursdóttir frá Selfossi 3:04,76 sem sett var árið 2013. Myndirnar sýna Þórunni fyrir sundið í lok sundsins og þegar hún uppgötvaði að hún hefði náð metinu.
Nánar ...
26.05.2016

Rémi með nýtt garpamet

Rémi Spilliart úr Ægi var rétt í þessu að setja nýtt garpamet í sínum aldursflokki á EM garpa í London. Tíminn hans er 2:41,04.
Nánar ...
25.05.2016

Rémi bætti sig og setti nýtt garpamet.

Nokkrir Íslendingar synda á EM garpa. Þar á meðal er hinn góðkunni Rémi Spilliaert, en hann synti í fyrstu grein í morgun 200metra fjórsund og bætti sig, fór á tímanum 3:16,47 sem er nýtt garpamet í hans aldursflokki 55-59 ára.
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum