Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

12.12.2015

Snæfríður sjötta í 100m skriðsundi á NM 2015

Snæfríður Sól Jórunnardóttir, varð í 6. sæti í 100m. skriðsundi í yngri flokki (Junior) á Norurlandamótinu í sundi. Snæfríður Sól synti á 0:57,39mín. en var með skráðan tíma inn á mótið 0:59,22mín. Góð bæting hjá Snæfríði. Þess má geta að Snæfríður á eitt ár eftir í þessum flokki.
Nánar ...
12.12.2015

Norðurlandameistarmótið í Bergen

Í morgun hófst annar dagur Norðurlandamótsins í sundi í Bergen, Noregi. Nokkrir sundmenn voru í eldlínunni fyrir íslands hönd. Þrír sundmenn komust í úrslit úr sundum morgunsins. Það eru þau Snæfríður Sól Jórunnardóttir, Hamar, í 100m skriðsundi en hún varð 7. Inn í úrslitin. Kristinn Þórarinsson, Fjölni, varð svo 8. Inn í úrslit í 100m skriðsundi. Kolbeinn Hrafnkelsson úr SH varð sjöundi inn í úrslit í 50m baksundi. Karen Mist Arngeirsdóttir, ÍRB, varð svo 9.í 50m bringusundi Sunneva Dögg Friðriksdóttir, ÍRB varð 9. Í 100m skriðsundi Bryndís Bolladóttir, Óðinn, varð í 10. Í 100m skriðsundi Alexander Jóhannesson, KR, varð 9. Í 100m skriðsundi Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, ÍRB, varð 9. Í 400m fjórsundi Þessi fimm sundmenn eru því varamenn fyrir úrslitasund kvöldsins Enn og aftur er beinn linkur á sjónvarp mótsins http://livestream.com/livetiming-tv/nordic2015 og á úrslit og annað í tengslum við mótið er að finna http://livetiming.medley.no/stevnedetaljer.aspx?stevnenr=2066
Nánar ...
12.12.2015

Eygló Ósk á Duel in the pool

Eygló Ósk Gústafsdóttir synti 200m. baksund á 2:06,01mín. Íslandsmet Eyglóar frá því um síðustu helgi er 2:03,53,mín. Eygló varð sjötta í sundinu.
Nánar ...
12.12.2015

Hrafnhildur á Duel in the pool.

Fyrri degi á Duel in the pool sundmótinu í Indianapolis er lokið: Hrafnhildur Lúthersdóttir var rétt við Íslandsmet sitt í 200m. bringusundi, synti á 2:23,19mín en metið er 2:22,69mín. ákkúrat hálfri sek. frá metinu. Mjög gott sund hjá Hrafnhildi sem varð 6. í þessu geysi sterka sundi. Úrslit sundsins Hrafnhildur syndir 100m bringusund í dag. Mótið hefst kl. 19:00 Heimasíða mótsins bein útsending
Nánar ...
11.12.2015

Kristinn þriðji í 200m fjórsundi

Krist­inn Þór­ar­ins­son, sundmaður úr Fjölni, varð í þriðja sæti í 200m fjór­sundi á Norður­landa­meist­ara­móts­ins sem haldið er í Al­ex­and­er Dale Oen Ar­ena í Ber­gen. Krist­inn synti á tím­an­um 2:02,02 sek­únd­um í úr­slita­sund­inu, en hann synti á tím­an­um á 2:01,45 sek­únd­um í undanúr­slit­um í morg­un. Besti tími Krist­ins fyr­ir mótið var 2:01,74 sek­únd­ur. Þess má geta að Ólymp­íulág­markið í þess­ari grein er 2:00,28 sek­únd­ur.
Nánar ...
11.12.2015

Norðulandameistaramót í Bergen

Fyrsta hluta Norðurlandameistarmótsins sem haldið er í Alexander Dale Oen Arena í Bergen er lokið. Það voru 4 sundsem komust áfram í úrslit í kvöld í fimm greinum. Sunneva Dögg Friðriksdótmenn tir, ÍRB – 4. sæti inn í úrslit í 200m skriðsundi yngri sundmanna Steingerður Hauksdóttir Fjölni – 4. sæti inn í í úrslit í 100m bringu eldri sundmanna Kristinn Þórarinsson Fjölni – varð 6. nn í úrslit í 100m baksundi og 3. inn í úrslit í 200m fjórsundi eldri sundmanna Kolbeinn Hrafnkelsson SH – 8. inn í úrslit í 100m baksundi eldri sundmanna Einnig voru Karen Mist Arngeirsdóttir ÍRB (100m bringu), Katarina Róbertsdóttir ÍRB (100m bak) og Brynjólfur Óli Karlsson (100m bak) afar nálægt því að komast inn í sínum greinum en öll eru þau varamenn í úrslit kvöldsins – þannig ef að keppandi skráir sig úr keppni í úrslitum í kvöld komast þau inn í sínar greinar.
Nánar ...
10.12.2015

NM 2015 hefst á morgun!

Norðurlandamót í sundi verður haldið 11.-13. desember í Bergen í Noregi. Ísland sendir 18 keppendur til leiks. Það eru 9 þjóðir sem mæta til leiks með 103 sundmenn. Allar norðurlandaþjóðirnar ásamt Eistlandi, Lettlandi og Litháen mæta. Mótið var áður Norðurlandamót unglinga en hefur verið breytt þannig að keppt er í fulllorðinsflokki líka. Mótið er því orðið mun sterkara en áður og synt er í undanrásum og úrslitum. Undanrásir 8:30 og úrslit hefjast 16:30 að íslenskum tíma. Heimasíða mótsins: Þjálarar liðins eru Klaus Jurgen Ohk og Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir. Fararstjóri er Ragnheiður Runólfsdóttir. Keppendur Íslands eru: Alexander Jóhannesson KR Brynjólfur Óli Karlsson Breiðablik Hafþór Jón Sigurðsson SH Kolbeinn Hrafnkelsson SH Kristinn Þórarinsson Fjölnir Kristján Gylfi Þórisson Ægir Ólafur Sigurðsson SH Predrag Milos SH Ómar Ómarsson Bergen Bryndís Bolladóttir Óðinn Eydís Ósk Kolbeinsdóttir ÍRB Karen Mist Arngeirsdóttir ÍRB Katarína Róbertsdóttir SH María Fanney Kristjánsdóttir SH Stefanía Sigurþórsdóttir ÍRB Steingerður Hauksdóttir Fjölnir Sunneva Dögg Friðriksdóttir ÍRB Snæfríður Sól Jórunnardóttir Hamar
Nánar ...
09.12.2015

Duel in the Pool - Eygló og Hrafnhildur keppa

Dagana 11. og 12. desember fer fram svokallað Duel in the Pool mót í Indianapolis þar sem úrvalslið Bandaríkjanna keppir gegn úrvalsliði Evrópu. Þær Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi og Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH synda báðar fyrir
Nánar ...
07.12.2015

EM farar komnir heim

Þá eru EM fararnir komnir heim heilu og höldnu. Eygló Ósk fer á morgun til USA ásamt Jacky landsliðsþjálfara til að keppa með Evrópuúrvalinu í sundi á móti úrvali USA. Þar hittir Eygló Ósk fyrir Hrafnhildi Lúthersdóttur sem einnig var valin í Evrópuúrvalið. Til stóð að halda Evrópuförunum smámóttöku, en af því varð ekki vegna veðurs. Þess í stað stefnum við að því að hafa góða móttöku á Þorláksmessu þar sem við gerum upp árið 2015, útnefnum sundfólk ársins og farið yfir áætlanir næsta árs. Þá kynnum við Ólympíuhóp SSÍ.
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum